Arkarholt 17, 311

Fjarlægð/Seld - Eignin var 10 daga á skrá

Verð 34,9
Stærð 75
Tegund Sumarhús
Verð per fm 465
Skráð 23.4.2024
Fjarlægt 3.5.2024
Byggingarár 1999
mbl.is

Valhöll fasteignasala Síðumúla 27 108 Reykjavík sími 5884477 kynnir: Arkarholt 17 glæsilegur sumarbústaður á 5000 fm eignarlóð samkv Þjóðskrá í landi Galtarholts í Borgarfirði. Bústaðurinn er byggður árið 1999 og er samkv Þjóðskrá skráður 53,5 fm.  Að auki eru ÓSKRÁÐ tvö mjög fín gestahús, alls 16 fm og þá svo góð geymsla um 6 fm við hliðina. Þannig að bústaðurinn er um 75,5 fm, þó eignin sé skráð 53,5 fm í þjóðskrá. 

Bústaðurinn skiptist í forstofu, rúmgott baðherbergi með sturtu og þar inni er tengi fyrir þvovttavél. Þá er samliggjandi stofa og eldhús og einnig eru tvö herbergi og þá er rúmgott skápaherbergi.  Bústaðurinn er rafmagnskynntur og með rafhitun fyrir heitt neysluvatn.  Nýbúið er að setja varmadælu loft í loft í bústaðinn sem lækkar hitakostnaðinn.
Umhverfis bústaðinn á þrjá vegu er góður trépallur og út af honum er gengið á annan pall og þar er heitur pottur sem fylgir með. Við pallinn er sérstakt sturtuhús með heitu og köldu vatni. Á lóðinni er lítið dúkkuhús fyrir yngra fólkið. Eigendur bústaðarins hafa gróðursett tré umhverfis húsið og því er skjólsælt í öllum áttum en gott útsýni er til suðurs. Arkarholt 17 er mjög góð eign á góðum stað og er í um 12 km fjarlægð frá Borgarnesi. Stutt er í golfvelli og áhugaverða staði í Borgarfirði. Gott aðgengi er að bústaðnum. Ásett verð kr 34,9 millj.


Milligöngu um skoðun annast Pétur Steinar Jóhannsson Aðstoðarmaður fasteignasala í Ólafsvík í síma 893-4718 psj@simnet.is Allar almennar upplýsingar veitir Ingólfur Gissurarsson löggiltur fasteignasali á Valhöll sími 588-4477.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valhöll fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.



 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6