Mið- Syðstu-Garðar, 311

Fjarlægð/Seld - Eignin var 309 daga á skrá

Verð 95,0
Stærð 5.141.700
Tegund Lóð/Jarðir
Verð per fm 0
Skráð 27.2.2020
Fjarlægt 1.1.2021
Byggingarár
mbl.is

Nes fasteignasala ehf kynnir:
Jarðirnar Mið-Garða og Syðstu-Garða , 311 Borgarbyggð
Um er að ræða tvær samliggjandi jarðir sem seljast saman.  Á hvorri jörð eru útihús og íbúðarhús. Skráð stærð ræktaðs lands jarðanna er 61,6 ha. Jarðirnar eru ekki nýttar til búskaps sem stendur og seljast án greiðslumarks, bústofns og véla. Stærð jarðanna er samtals 447 ha. Jarðirnar eru staðsettar í Borgarbyggð, nánar tiltekið í Kolbeinsstaðahreppi hinum forna í um 25 mín. akstursfjarlægð frá Borgarnesi. 


Mið-Garðar
Land jarðarinnar liggur aðallega að löndum Ystu-Garða og Syðstu-Garða og eru landamerki í Kolbeinstaðafjalli. Jörðin er talin 175 ha í fasteignamati. Landið er þurrlent á láglendi og liggur hluti þess vestan þjóðvegar. Ræktað land jarðarinnar er talið vera 17.2 ha skv. fasteignamati. Jörðinni fylgir veiðiréttur í Kaldá í hyl sem liggur fyrir landi jarðarinnar neðan brúar. Ekki er starfandi veiðifélag um ána og þar er lítilsháttar silungsveiði.
Helstu byggingar á jörðinni og ástand þeirra:
Íbúðarhús 156.6 fm byggt 1980 á einni hæð, rafmagnskynding, þarfnast viðhalds.
40 kúa fjós með aðstöðu fyrir geldneyti og mjaltabás ásamt áfastri hlöðu byggt 1984-85 ágæt bygging.
Hesthúsm 63 fm byggt 2001 viðbygging við fjóshlöðu ágæt bygging.
Fjárhús byggt 1960, 66.4 fm léleg bygging.

Syðstu-Garðar
Land jarðarinnar liggur að löndum Mið-Garða og Kaldárbakka og eru landamerki í Kolbeinstaðafjalli. Jörðin er talin 272 ha í fasteignamati. Landið er þurrlent á láglendi og liggur frá þjóðvegi til þess sem vötnum hallar á Kolbeinsstaðafjalli. Ræktað land jarðarinnar er talið vera 49.8 ha skv. fasteignamati. Jörðin á lítilsháttar land að Kaldá ofan við brú á Snæfellsveg.
Helstu byggingar á jörðinni og ástand þeirra:
Elsti hluti íbúðarhúss er á 2 hæðum, 81,2 fm byggt 1938. Viðbygging er á einni hæð, 131,2 fm, byggð 1972, rafmagnskynding.
Sambyggt íbúðarhúsi er gamalt fjós sem búið er að breyta i hesthús, húsin þarfnast endurnýjunar og viðhalds.
Hlaða og hesthús byggt 1936 sem breytt er að hluta í vélageymslu. Klætt að utan, nýtt þak, nýleg innkeyrsluhurð og einangrað að hluta.
Lausagöngu/hjarðfjós byggt 1980 bitar í gólfi haughús í kjallara.

Jarðirnar henta vel til hestamennsku og ferðaþjónustu þar sem gistirými er mikið.  Þá er staðsetning góð með tilliti til nálægðar við Laugagerðisskóla og náttúruperlur á svæðinu s.s. Eldborg og Löngufjörur

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33
Mynd 34
Mynd 35
Mynd 36
Mynd 37
Mynd 38
Mynd 39
Mynd 40
Mynd 41
Mynd 42
Mynd 43
Mynd 44
Mynd 45
Mynd 46
Mynd 47
Mynd 48
Mynd 49
Mynd 50
Mynd 51
Mynd 52
Mynd 53
Mynd 54
Mynd 55
Mynd 56
Mynd 57
Mynd 58
Mynd 59
Mynd 60
Mynd 61
Mynd 62
Mynd 63
Mynd 64
Mynd 65
Mynd 66
Mynd 67
Mynd 68
Mynd 69
Mynd 70
Mynd 71
Mynd 72
Mynd 73
Mynd 74
Mynd 75
Mynd 76
Mynd 77