Reykjastræti 7, 101

Fjarlægð/Seld - Eignin var 7 daga á skrá

Verð 148,9
Stærð 130
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 1.141
Skráð 23.4.2024
Fjarlægt 1.5.2024
Byggingarár 2019
mbl.is

Albert Bjarni og Lind fasteignasala kynna til sölu glæsilega 2-3ja herb. rúmgóða útsýnisíbúð við Austurhöfn sem er afar vönduð bygging við hjarta miðbæjarins í Reykjavíkurhöfn. Sérmerkt stæði í bílakjallara með grunntengingu fyrir hleðslustöð. Einstök íbúð á einstökum stað í næsta nágrenni við Hörpu.

Íbúðin er á fjórðu hæð og nýtur útsýnis til miðbæjar og fallegan inngarð Austurhafnar. Íbúðin er skráð 130,5 og inní þeirri tölu er geymsla í sameign. Fyrir framan íbúð er lokað rými sem nýtist sem aukaforstofa og er ekki í skráðum fm. Komið er inn í rúmgóða forstofu með miklu skápaplássi þaðan er gengið inn í alrými með stóru eldhúsi með eldunareyju. Útgengt er á tvennar svalir sem snúa í austur með útsýni til Hörpu og vestursvalir í inngarð. Baðherbergi með sturtu, baðkari og rými fyrir þvottavél og þurrkara. Svefnherbergi er rúmgott og er með fataherbergi, hægt að breyta í svefnherbergi. Sérsmíðaðar innréttingar með þykkari spón frá Gili Creations eru í eldhúsi, baðherbergjum og fataskápum. Kvarts borðplötur við eldhúsvask, en borð yfir eldhúseyju er klætt marmaraflísum. Afar vönduð tæki í eldhúsi frá Miele og Liebherr. Spansuðuhelluborð, vifta í helluborði, ofn, innbyggð uppþvottavél, ísskápur, frystir, vaskur og blöndunartæki. Snjallheimiliskerfi til að stýra lýsingu heimilisins, hitastigi, gluggatjöldum, sjónvarpi o.fl.
Íbúðin hefur aðgang að bílstæði merkt. 99 í bílageymslu sem ekið er í frá höfninni einnig er hægt að keyra í bílageymslu úr innkeyrslu Hörpu og einnig frá Hafnartorgi.
Íbúðirnar eru frábærlega staðsettar í nálægð við menningu, sögu, verslun og þjónustu. Lúxus fasteignir í hjarta Reykjavíkur með iðandi mannlíf allt um kring.

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23