Arkarvogur 8, 104

Fjarlægð/Seld - Eignin var 8 daga á skrá

Verð 95,9
Stærð 124
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 776
Skráð 7.12.2022
Fjarlægt 16.12.2022
Byggingarár 2022
mbl.is

Fasteignasalan TORG kynnir: Fallega og vel skipulagða 4ra herbergja íbúð með fallegu sjávarútsýni á fyrstu hæð merkt 108 við Arkarvog 8 í Reykjavík. Íbúðin er  með svölum og stæði í bílageymslu, í nýju lyftuhúsi og skilast fullbúin með innfelldum ísskáp og uppþvottavél, íbúðin skilast án gólfefna nema á votrýmum. Eignin er alls 123,6 fm að stærð ásamt stæði í bílageymslu merkt: B34. Íbúðin sjálf er 114,6 fm, geymsla 9 fm, íbúðin skiptist í forstofu, baðherbergi, þvottaherbergi, þrjú svefnherbergi, aðalrými með eldhúsi, stofu og útgengi út á svalir með fallegu sjávarútsýni.

Allar nánari upplýsingar veitir Þorgeir, lögg.fasteignasali í síma 696-6580 eða thorgeir@fstorg.is eða Rebekka, lögg.fasteignasali í síma 7768624 eða rebekka@fstorg.is

*** 4ra herbergja á 1.hæð ***
*** Glæsilegar innréttingar frá Nobilia í Þýskalandi ***
*** Innfelldur ísskápur og uppþvottavél fylgja ***
*** Sér þvottahús ***
*** Svalir ***
*** Stæði í bílageymslu fylgir íbúðinni ***
*** Álklætt hús að utan sem lágmarkar viðhald ***

Almennt um Arkarvog.
Í Arkarvogi verða fjórar byggingar sem hýsa munu 162 íbúðir, auk verslunar- og þjónusturýma á jarðhæð einnar byggingarinnar. Íbúðirnar verða af mörgum stærðum og gerðum, allt frá 50 fm tveggja herbergja íbúðum upp í 170 fm sex herbergja íbúðir. Í kjallara er gert er ráð fyrir 164 bílastæðum fyrir íbúa, geymslurými íbúða og sameiginlegum hjóla- og vagnageymslum. Garðrými er milli byggingarhluta og snúa þrjú húsanna austur með útsýni úr þeim enda út á sjó. Byggingarnar eru afar vandaðar með málmklæðningu og sjónsteypu að hluta sem gefur þeim skemmtilegt yfirbragð.

Íbúðum fylgir helluborð, blástursofn, háfur, innbyggður ísskápur. Íbúðir afhendast án gólfefna nema flísar eru á votrýmum (baðherbergi og þvottahús) sem verða flísalögð. Sérmerkt stæði í bílageymslu fylgir sumum íbúðum. Reiknað er með að hægt sé að setja upp hleðslustöðvar fyrir bíla í bílageymslu og rafmagnstafla er hönnuð fyrir það. Ekki er þó gert ráð fyrir að ÞG Íbúðir ehf. muni útvega stöðvarnar. Húsið er klætt að utan með vönduðum álklæðningum sem tryggir lágmarks viðhald hússins. Gluggar eru ál/tré kerfi og glerjaðir með K-gleri. Innréttingar fylgja þar sem á við og eru þær af vandaðri gerð frá GKS innréttingum, framleiddar af Nobilia í Þýskalandi samkvæmt ítrustu gæðakröfum. Vogabyggð er frábærlega staðsett, óspillt náttúra allt í kringum hverfið, stutt í skóla og verslanir í Holtagörðum. Það skiptir máli hver byggir fyrir þig. Meginmarkmið ÞG Íbúða efh er að skila góðu verki og eiga traust og áreiðanleg samskipti við sína viðskiptavini. Kynntu þér gæðatryggingu ÞG Verks.

Hönnun: er Pálmar Kristmundsson hjá PK arkitektum ehf. Vektor ehf sér um hönnun burðarvirkis og hönnun lagna og Lumex um raflagnahönnun.

Athugið að myndir gætu verið af sambærilegri íbúð.
Fylgdu mér á  Instagram og Facebook til að fá nýjustu upplýsingar um eignir til sölu og aðrar nytsamlegar upplýsingar um fasteignamarkaðinn. Vantar þig hjálp við að finna eign kíktu á https://verdmatfasteigna.is/vid-hjalpum-ther-ad-finna-draumaeignina/ Viltu vita hvers virði þín eign er ? www.verdmatfasteigna.is

Allar nánari upplýsingar veitir Þorgeir, lögg.fasteignasali í síma 696-6580 eða thorgeir@fstorg.is eða Rebekka, lögg.fasteignasali í síma 7768624 eða rebekka@fstorg.is

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.  
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Kaupandi eignarinnar greiðir skipulagsgjald þegar það verður lagt sem er 0,3% af endanlegu brunabótamati eignarinnar.

Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma
í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.
Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir
og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18