Grænakinn 24, 220

Fjarlægð/Seld - Eignin var 28 daga á skrá

Verð 46,9
Stærð 64
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 736
Skráð 8.6.2023
Fjarlægt 7.7.2023
Byggingarár 1953
mbl.is

DOMUSNOVA fasteignasala kynnir í sölu rúmgóða, bjarta og mikið endurnýjaða íbúð með sérinngangi við Grænakinn 24 í Hafnarfirði. Um er að ræða tveggja herbergja íbúð á jarðhæð/kjallara sem er skráð alls 63,7 m2 skv. fasteignaskrá HMS. Íbúðin skiptist í rúmgott alrými með eldhúsi og stofu, rúmgott svefnherbergi ásamt fataherbergi inn af því, baðherbergi með tengi fyrir þvottavél og þurrkara inn í innréttingu og ágætt herbergi með gluggum sem nýta má sem skrifstofu/geymslu. Íbúðin var stækkuð af núverandi eiganda og er því stærri en skráðir fermetrar skv. HMS. Frábær staðsetning í rótgrónu hverfi og stutt í alla helstu þjónustu.

* * *  SMELLIÐ HÉR TIL AÐ BÓKA SKOÐUN  * * *

Nánari lýsing og skiptin eignar:
Anddyri: Komið er inn um sérinngang á hlið hússins og gengið er inn í opið alrými.
Alrými: Rúmgott og bjart með opnu eldhúsi ásamt ágætri stofu. Flísar á gólfi.
Stofan: Björt og rúmar bæði borðstofu og setustofu. Flísar á gólfi.
Eldhús: Opið eldhús sem sett er upp eins og eldhús á veitingarstað. Sérsmíðað ísskápur er innfelldur í eldhús eyju með 4 kæliskúffur eldhúsmegin auk kæliskáps undir bar sem snýr að stofu. Ofn, spanhella og sérsmíðuð vifta yfir helluborði/bar með hengi fyrir glös. Innrétting er sérmíðuð úr gegnheilu eikar límtré og riðfríu stáli. Mosaik flísar á vegg milli efri og neðri skápa og í kringum innréttingu.
Svefnherbergi: Rúmgott með innbyggðum fataskáp úr gegnheilu eikar límtré og flísum á gólfi. Inn af svefnherbergi er fataherbergi sem er stærra en skráðir fermetrar.
Fataherbergi: Var áður útigeymsla (2 m2) auk rýmis fyrir framan anddyri. Íbúð hefur verið stækkuð sem því nemur og er því ekki skv. samþykktum teikningum.
Baðherbergi: Með hornklefa sem er nuddbaðkar, sturta og gufuklefi - allt í senn. Innrétting er sérsmíðuð úr gegnheilli eik og ryðfríu stáli með handlaug og ágætu skápaplássi ásamt spegli fyrir ofan. Salerni er upphengt ásamt því að ráð gert er að þvottavél og þurrkari séu innfelld í innréttingu. Flísalagt í hólf og gólf. Hornklefinn er frá Sturta.is og er með sturtu í lofti, handsturtu, hitastýrðum blöndunartækjum, spegli, útvarpi, ljósi, viftu, nuddi, gufu og nuddbaðkeri með höfuðpúða og nuddstútum.
Herbergi: Er bjart með glugga á tvo vegu, með opnanlegu fagi. Hægt að nýta sem skrifstofu og/eða geymslu. Flísar á gólfi.
Snjallkerfi: Öll lýsing í íbúð er snjall lýsing og hægt að stýra allri lýsingu íbúðar úr síma eða tölvu.

ATH. - Íbúðin hefur verið töluvert endurnýjuð og endurskipulögð á undanförnum árum.

Framkvæmdir sem hafa átt sér stað undanfarin ár skv seljanda:
 • Ofna- og neysluvatsnlagnir ásamt hitagrind var endurnýjað 2017
 • Gólfefni og allar innréttingar endurnýjaðar ásamt því að öll gólf í íbúð voru flotuð og gólfhita komið fyrir 2017
 • Drenlagnir voru settar niður og takkadúkur lagður á sökkul 2017-2018
 • Frárennslislagnir yfirfarnar og fræstar að innan út í götu auk þess sem settu var niður brunnur 2019
 • Ný stofnlögn fyrir rafmagn frá götu inn í hús 2019
 • Nýjar stofnlagnir fyrir heitt og kalt vatnlagðar frá götu inn í hús 2019
 • Þakrennur endurnýjaðar c.a. 2019
 • Hús og þak verið regluleg málað eða á c.a. 5 ára fresti
Nánari upplýsingar veita:
Margrét Rós Einarsdóttir - Aðstoðamaður fasteignasala, í löggildingarnámi / s.856-5858 / margret@domusnova.is
Aðalsteinn Bjarnason - Löggiltur fasteignasali í Félagi fasteignasala / s.773-3532 adalsteinn@domusnova.is

VILTU VITA HVERS VIRÐI ÞÍN FASTEIGN ER Í DAG? BÓKA FRÍTT FASTEIGNAVERÐMAT

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Almennt um fylgifé íbúðarhúsnæðis:
Til fylgifjár íbúðarhúsnæðis teljast varanlegar innréttingar og búnaður sem annaðhvort er skeytt varanlega við fasteignina eða er sérstaklega sniðinn að henni. Þetta á meðal annars við um fastan búnað og lagnir til hitunnar og vatnsmiðlunar, rafmagnsvirki og leiðslur, loftnet og annan móttökubúnað í eigu seljanda, sem fest eru á fasteign, föst gólfteppi og önnur gólfefni sérstaklega tilsniðin, gluggabúnað, bað- og eldhúsinnréttingar og tæki og vélar sem eru sérstaklega felld inn í innréttingarnar og verða hluti af þeim og aðra innbyggða hluta.

Um ástand einstakra eignarhluta:
Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:
  Nýtt - Eignin er nýbygging.
  Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
  Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
  Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
  Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
 1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
 2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
 3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
 4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
 5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22