Markaflöt Flúðir, 845

Fjarlægð/Seld - Eignin var 2206 daga á skrá

Verð 36,0
Stærð 6
Tegund Lóð/Jarðir
Verð per fm 5.902
Skráð 17.12.2013
Fjarlægt 1.1.2020
Byggingarár 1990
mbl.is

Frístundabyggð við Flúðir Fasteignasalan TORG kynnir lóðir fyrir frístundabyggð í háum gæðaflokki við Flúðir. Fyrirhuguð byggð er á veðursælu svæði milli Galtafells og Miðfells rétt sunnan við Flúðir.  Svæðið er skipulagt fyrir 16 lóðir um klukkustundar akstur frá höfuðborgars­væðinu.  Fyrirliggjandi eru teikningar af fjórum stílhreinum húsagerðum með sama heildarsvip. Þar er gert ráð fyrir að húsin séu viðarklædd og þök klædd lyngi þannig að þau falli vel að umhverfi sínu.  Allar húsatýpurnar fjórar byggja á sömu grunnhugmynd þar sem hugað er að besta mögulega fyrirkomulagi hvað varðar útsýni, birtu, næði og veðursæld.  Bílastæði eru á norðurhlið og þaðan er gengið inn austan meginn. Úr anddyri er gengið annaðhvort beint inn í eldhús og dagrými eða í svefnherbergi.  Möguleiki er á útleigu á beitarlandi fyrir hestamenn og aðra þjónustu því tengdu.  Lóðirnar eru eignarlóðir, frá sex til tíu þúsund fermetrum og miðast verðið við að þær seljist í einu lagi. Upplýsingar gefur Óskar Bergsson, sölufullrúi í síma 893 2499. Nánari lýsing: Frístundabyggðin á að falla vel að umhverfinu og lögð er áhersla á að jafnvægi náist milli manns og náttúru.  Lagnakerfi svæðisins verður tengt Flúðaveitum og verður frárennsli veitt í sameiginlegar rotþrær sem  Flúðaveitur munu þjónusta.  Bílastæði eru á norðurhlið og þaðan er gengið inn austan meginn. Úr anddyri er gengið annaðhvort beint inn í eldhús og dagrými eða í svefnherbergi. Akstursfjarlægðir frá markaflöt: Reykjavík 100 km 1 klst. 20 mín Selfoss 47 km 35 mín Þjórsárdalur 45 km 35 mín Laugarvatn 40 km 30 mín Gullfoss og Geysir 30 km 25 mín Á Flúðum er að finna margs konar þjónustu: • Sundlaug • Verslun og “Kaffi Útlaginn” • Garðyrkjustöðin Hvammur • Íþróttahús með tækjasal • Leikvöllur og leikskóli • Reiðhöll og skeiðvöllur • Grænmetis-, jarðaberja- og eggjasala • Eþíópískur veitingastaður • Tjaldstæði • Flugvöllur Í næsta nágrenni eru tveir golfvellir Selsvöllur og Ásatúnsvöllur. Selsvöllur er 18 holu völlur og ólíkur flestum öðrum golf-völum landsins vegna skógræktar á vellinum. Brautirnar eru umkringdar trjám sem getur valdið kylfingum vandræðum ef teighöggið geigar en þau skapa um leið logn sem hefur verið einkennismerki Selsvallar til margra ára.  Ásatúnsvöllur er 9 holu golfvöllur rétt fyrir utan Flúðir.  Mikill hæðarmunur er á teigum og braut og reynir vel á líkamlegt ástand og útsjónarsemi kylfingsins. Völlurinn er opinn og landslag hans spilar stórt hlutverk.  Í Syðra-Langholti er hægt að fara í hestaferðir.  Stóra Laxá í Hreppum skipar sérstakan sess í hugum og hjörtum flestra veiðimanna á Íslandi, enda vart hægt að finna fegurri á hérlendis og þótt víðar væri leitað. Nánari upplýsingar um eignina veitir Óskar Bergsson, sölufulltrúi í síma 893 2499 eða oskar@fasttorg.is   Fletta í fasteignalista