Hraunskógur 1 HÚSAFELL, 320

Fjarlægð/Seld - Eignin var 15 daga á skrá

Verð 52,9
Stærð 63
Tegund Sumarhús
Verð per fm 838
Skráð 7.12.2022
Fjarlægt 23.12.2022
Byggingarár 2018
mbl.is

Helgafell fasteignasala ehf. kynnir:

HRAUNSKÓGUR 1, SUMARHÚS Á EIGNARLÓÐ Á BESTA STAÐ Í HÚSAFELLI, MEРGESTAHÚSI ÁSAMT VEGLEGUM GEYMSLUSKÚR.

ÝTTU HÉR TIL AÐ SÆKJA SÖLUYFIRLIT


Fallegt og nýlega byggt sumarhús við Hraunskóg 1 í Húsafelli. Húsið er á eignarlóð.  
Stáleiningahús á steyptum grunni og klætt að utan með lerki.

Lýsing eignar:
Komið er inn í flísalagða forstofu með fatahengi og gler rennihurð.
Eldhús með hvítri innréttingu, keramik helluborði og flísum mill eftir og neðri skápa. Borðstofa/stofa við eldhús. Þaðan er útgengi á stóra timburverönd um bjarta rennihurð. 
Flísalögð setustofa.
Tvö flísalögð og góð svefnherbergi með fataskápum.
Flísalagt baðherbergi í hólf og gólf. Sturtuklefi með gler rennihurð, handklæðaofn, upphengt salerni, gluggi og tengi fyrir þvottavél og þurrkara. 
Útgengi á pall til norðurs, aftan við húsið.
Timburverönd með heitum potti er c.a. 170-180 fm. Búið er að smíða í kringum heita pottinn.
Gróin og skjólsæl lóð með malarstíg frá vegi að húsi.
Mögulegt er að stækka pallinn og bæta við útigufubaði við hliðina á pottinum.

Gestahús á vinstri hönd þegar ekið er að húsinu, ca. 15 fm.
Búið er að setja hita/rafmagn og glugga á húsið og því hugsanlega hægt að fá það skráð sem gestahús. Mikið skápapláss.
Bíla hleðslustöð og snyrtileg rúmgóð útigeymsla á verönd.

Hitaveita og ljósleiðari.
Hluti innbús getur fylgt með, allt eftir nánara samkomulagi.
Fasteignamat ársins 2023 er 32.550.000 kr.

Fallegt og vel staðsett sumarhús á rólegum stað þar sem alla jafna er mikil veðursæld.

Almennt um Húsafell:
Fjarlægð frá Reykjavík er 130 um km.. Öll helsta þjónusta er á staðnum, veitingastaður, strandblakvöllur, sundlaug og þjónustumiðstöð. Á svæðinu eru sérlega fallegar gönguleiðir og stutt í náttúruperlur eins og Langjökul, Arnarvatnsheiði, Hraunfossa, Barnafossa og einnig er á staðnum 9 holu glæsilegur golfvöllur. Á sumrin eru gjarnan kvöldskemmtanir með varðeldi og lifandi tónlist á laugardagskvöldum. Á svæðinu er glæsilegt tjaldstæði með aðgengi að sturtum, salerni, þvottahúsi og rafmagni.
Húsafell er paradís fyrir sumarbústaðaeigendur jafnt að sumri og vetri. Allt almennt þjónustustig er stöðugt að aukast á svæðinu.

Nánari upplýsingar veita:
Knútur Bjarnason, löggiltur fasteignasali, s: 775-5800 / knutur@helgafellfasteignasala.is
Kristján Þór Sveinsson, löggiltur fasteignasali s: 898-6822 / kristjan@helgafellfasteignasala.is

----------------------------------------------------------
Heimasíða Helgafells fasteignasölu
Facebook síða Helgafells

- Hafðu samband og við verðmetum eign þína þér að kostnaðarlausu, þó kannski fyrir einn kaffibolla -

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.500 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 74.400,- m/vsk.

Helgafell fasteignasala bendir kaupendum á ríka skoðunarskyldu sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga.  Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33