Goðaborgir 8, 112

Fjarlægð/Seld - Eignin var 34 daga á skrá

Verð 75,9
Stærð 132
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 573
Skráð 18.3.2022
Fjarlægt 22.4.2022
Byggingarár 1996
mbl.is

 

** Eignin er seld með hefðbundnum fyrirvörum**
Heimili fasteignasala kynnir til til sölu fallega fimm herbergja íbúð á tveimur hæðum (merkt 0301) og með miklu útsýni við Goðaborgir 8 í 112 Reykjavík. Eignin er skráð 132,4 fm að stærð og skiptist í stofu, eldhús, sjónvarpshol, fjögur svefnherbergi, tvö baðherbergi, vinnurými og geymslu auk sameiginlegrar hjóla- og vagnageymslu.  ATH! Eigandi skoðar skipti á minni eign í Grafarvogi.

Vinsamlegast bókið skoðun hér hjá Steinari í síma 847-3108 eða á steinar@heimili.is


Nánari lýsing:
Neðri hæð.

Komið inn um sérinngang af svalagangi og gengið inn í flísalagt anddyri þar sem er ágætur fataskápur. Á vinstri hönd frá anddyri er baðherbergi með ágætri innréttingu, flísum á gólfi, vegghengdu wc, sturtuklefa, handklæðaofni og glugga með opnanlegu fagi. Skv. upplýsingum frá seljanda var baðherbergi neðri hæðar endurnýjað árið 2017.  Eldhús er með góðum borðkróki, fallegri hvítri innréttingu, flísum á gólfi og á milli borðplötu og efri skápa, gas helluborði og tengi fyrir uppþvottavél.  Tvö rúmgóð svefnherbergi eru á neðri hæð, bæði með harðparketi og fataskápum. Stofan er björt með mikilli lofthæð, harðparketi á gólfi og útgengi á svalir.

Efri hæð.
Timburstigi liggur upp á efri hæð og þar eru tvö rúmgóð svefnherbergi, bæði með linolium dúk á gólfi og fataskápum.  Baðherbergi efri hæðar er með flísum á gólfi, vegghengdu wc og ágætri innréttingu þar sem er tengi fyrir þvottavél.  Á milli hjónaherbergis og baðherbergis er ágæt vinnuaðstaða og þar sem áður var geymsla á efri hæð er nú sjónvarpshol.

Úr íbúðinni er fallegt útsýni m.a. yfir Reykjavíkurhöfn og Esjuna. 

Falleg, björt og vel skipulögð eign í grónu hverfi þar sem stutt er í alla þjónustu og fallega náttúru. 

Nánari upplýsingar veita Steinar Ingi Þorsteinsson aðstoðarmaður fasteignasala s: 847-3108, steinar@heimili.is og/eða Brynjólfur Snorrason lgfs. brynjolfur@heimili.is

 

Um skoðunarskyldu:

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Heimili fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

 Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

  • Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlufall af fasteignamati. Stimilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
  • Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
  • Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  • Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.

 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30