Grjótagata 12, 101

Verð 140,0
Stærð 139
Tegund Einbýli
Verð per fm 1.010
Skráð 2.5.2024
Fjarlægt
Byggingarár 1895
mbl.is 1259562

RE/MAX / Júlían J. K. Jóhannsson aðstoðarmaður fasteignasala (sími 823 2641 & julian@remax.is) og Hörður Björnsson Lgf. kynna: Einstakt og sögufrægt 5 herbergja 113,4 fm einbýlishús auk 25,4 fm vinnustofu / geymslu samtals 138,6 fm á sögulegum stað í Grjótaþorpinu, 101 Reykjavík á 262 fm eignarlóð. Húsið er byggt árið 1895 en á lóðinni stendur auk þess 25 fm vinnustofa byggð 1999. Húsinu vel viðhaldið og passað hefur verið upp á að stíll hússins haldi sér. Þrjú til fjögur svefnherbergi eru í húsinu í dag, tvö baðherbergi, þvottahús auk rúmgóðs eldhúss og stofu með beinu útgengi á suður svalir. 

Húsið er þrílyft timburhús sem samanstendur af hlöðnum kjallara og timburhúsi ofan á því. Gangið er inn í forstofu með skápum og fatahengi. Þaðan liggur stigi upp á miðhæð og niður í kjallara. Á miðhæð er baðherbergi með salerni og handlaug, rúmgott eldhús og stofa þaðan sem gegnið er beint út á suður svalir og þaðan niður í garð. Upp í risi eru tvö svefnherbergi undir súð og setustofa á milli þeirra. Í kjallara er þvottahús, rúmgott svefnherbergi, setustofa og gott baðherbergi með sturtu, salerni, innréttingu og handlaug. 

3D - SKOÐAÐU HÚSIÐ Í ÞRÍVÍDDARUPPTÖKU HÉR -  3D

FÁÐU SENT SÖLUYIRLIT YFIR EIGNINA HÉR.

** Einstakt tækifæri til að eignast sögufrægt hús á frábærum stað í Grjótaþorpinu. 


** Í húsinu bjó á árunum 1976-1995 kona sem allir í miðbænum könnuðust við, nefnilega “amman í Grjótaþorpinu”. Laufey Jakobsdóttir var fædd árið 1915 á Seyðisfirði en bjó lengst af í Reykjavík með manni sínum og eignuðust þau átta börn. Laufey var eindreginn málsvari lítilmagnans og lét mikið til sín taka í félagsmálum. Hún var einn af stofnendum Kvennalistans, heiðursfélagi í Dýraverndunarfélagi Íslands, sinnti málefnum aldraðra og var þekkt fyrir störf sín í þágu unglinganna í miðborg Reykjavíkur en þaðan er viðurnefnið komið “amman í Grjótaþorpinu”. Hún sá m.a. til þess að opnað yrði almenningsklósett í Grjótaþorpinu og vann þar kauplaust fram á nætur til þess að unglingarnir sem sóttu í skemmtanalífið í miðbænum hefðu í öruggt skjól að leita. Þess má geta að Laufeyju bregður einmitt fyrir í Krókódílamanninum, texta Megasar. Þar kemur bjargvætturinn Laufey ungri stúlku til hjálpar og bjargar henni úr klóm krókódílamannsins. Amman í Grjótaþorpinu var þjóðþekkt persóna sem borin var mikil virðing fyrir. Laufey var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 17. júní 1996.


Nánari lýsing:
Gengið er inn í forstofu á stigapalli með fatahengi og skápum. 

Miðhæð:
Upp fáein þrep frá forstofu er miðhæð. 
Strax á hægri hönd er gestasalerni með handlaug, innréttingu, glugga og salerni.
Á hæðinni er góð stofa með beinu útgegni út á rúmgóðar suðursvalir þaðan sem hægt er að ganga út í garð. 
Rúmgott eldhús með innréttingu, eldavél, gufugleypi og tveimur gluggum. 

Ris:
Upp af miðhæðinni er stigi upp á ris sem samanstendur af tveimur svefnherbergjum
Á milli herbergjanna er setustofa þar sem stiginn kemur upp. 

Kjallari:
Niður úr forstofu er gengið niður í kjallarann.
Gegnið er í gegnum gott þvottahús og inn á setustofu/gang.
Innaf gangi eru tvö svefnherbergi annað innaf hinu.
Baðherbergi er í kjallara með salerni, walk in sturtu og handlaug.

Vinnustofa / Geymsla:
Á lóðinni, fyrir aftan húsið er 25 fm geymsluhús / vinnustofa sem byggð var 1999 í sama stíl og húsið. 
Lítil geymsla undir geymsluhúsinu. 


Einstök eign í hjarta miðborgarinnar þaðan sem stutt er í alla helstu þjónustu, verslun, veitingastaði og mannlíf.

Frekari upplýsingar veitir Júlían J. K. aðstoðarmaður fasteignasala í löggildingarnámi í síma 823 2641 eða á netfanginu julian@remax.is.

Vegna mikillar eftirspurnar vantar mig allar tegundir eigna á skrá. Hafðu samband og ég mun verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Við bendum væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,8%, ( 0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða ) og 1.6% (ef lögaðilar) af heildar fasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0.5% - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölur kr. 69.900.-
 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31