Móstekkur 22, 800

Fjarlægð/Seld - Eignin var 23 daga á skrá

Verð 93,5
Stærð 177
Tegund RaðPar
Verð per fm 528
Skráð 23.1.2024
Fjarlægt 16.2.2024
Byggingarár 2022
mbl.is

Gimli fasteignasala kynnir: 
Vandað og fallegt raðhús á einni hæð með bílskúr. Húsið sem er 4 herbergja með tveimur baðherbergjum er í heildina skráð 177,2 fm þar af er innangengur bílskúr 34 fm. Eignin skiptist í forstofu, alrými: eldhús/borðsstofu/stofu með útgengi í garð um stóra rennihurð, hjónasvítu með sér baðherbergi og fataherbergi, tvö rúmgóð svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og bílskúr. Góð lofthæð (280 cm), gólfhiti og sérlega vandaðir gluggar og hurðir. Staðsetningin er afar góð með baklóð í hásuður og í örstuttri göngufjarlægð frá Stekkjaskóla sem er nýr og glæsilegur grunnskóli í hjarta hverfisins. Húsið sem er timburhús er klætt að utan með gráum flísum og verður afhent  fullbúið að innan sem utan (bst.7) með steyptri stétt við anddyri og þökulagðri lóð. Ef kaupendur koma inn í ferlið áður en innréttingar eru pantaðar er hægt að hafa áhrif á litaval.
Nánari upplýsingar veita Lilja Hrafnberg, Viðskiptafræðingur/Löggiltur fasteignasali, s. 8206511 og Ólafur B. Blöndal, Löggiltur fasteignasali s.6900811 milli kl. 9:00 og 17:00 alla virka daga, eða sendu fyrirspurn með tölvupósti til lilja@gimli.is.


NÁNARI LÝSING: 
Forstofa:
Björt og rúmgóð með fataskáp. Veggir málaðir í hlýjum ljósgráum lit. Flísar á gólfi. 
Alrými; eldhús/stofa/borðstofa: Eldhúsinnrétting sem nær yfir heilan vegg og stór eldunareyja. Innbyggður ísskápur og uppþvottavél, ofnasamstæða sem samanstendur af blástursofni og örbylgjuofni í vinnuhæð. Span helluborð. Allt rýmið er mjög bjart og rúmgott með góðri lofthæð (280 cm). Veggir málaðir í hlýjum ljósgráum lit. Ljóst harðparket á gólfi frá Birgisson eða sambærlilegt. Útgengi um rennihurð út í garð að aftanverðu þar sem búið er að leggja fyrir heitum potti. 
Hjónasvíta: Glæsileg með sér baðherbergi og fataherbergi: Baðherbergið er flísalagt bæði gólf og veggir, "walk in" sturta, afmörkuð með glerþili, baðinnrétting með vaski og vegghengt salerni. Fataherbergi með opnum skápum.Veggir málaðir í hlýjum ljósgráum lit. Ljóst harðparket á gólfi frá Birgisson eða sambærilegt. 
Svefnherbergi #2: Rúmgott með fataskápum og ljósu harðparketi á gólfi frá Birgisson eða sambærilegt. Veggir málaðir í hlýjum ljósgráum lit.
Svefnherbergi #3: Rúmgott með fataskápum og ljósu harðparketi á gólfi frá Birgisson eða sambærilegt. Veggir málaðir í hlýjum ljósgráum lit.
Baðherbergi #2:  flísalagt bæði gólf og veggir, "walk in" sturta, afmörkuð með glerþili, baðinnrétting með vaski og vegghengt salerni. 
Þvottahús: Innrétting með vaski og góðu skápaplássi, gert ráð fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Veggir málaðir í hlýjum ljósgráum lit. Flísar á gólfi. 
Bílskúr: Innangengur úr þvottahúsi, epoxy á gólfi.
Lóð: Gröfjöfnuð og þökulögð. Steypt stétt við anddyri. Steypt ruslatunnuskýli fyrir fjórar tunnur. 

NÁNARI SKILALÝSING:
Burðarvirki: Húsið er timburhús og er klætt með ljós gráum flísum. Öndunardúkur utan á húsi sem hlífir krossviði. Ál leiðara klæðning og flísar ysta klæðning.
Gólfefni: Eignin er afhent með gólfefnum, votrými og forstofa flísalögð, epoxy á bílskúr og ljóst harðparket frá Birgisson eða sambærilegt á öðrum rýmum.
Gluggar og hurðir: allir gluggar eru frá Idealcombi úr áli/timbri, vandaðir gluggar í dökk gráum lit Ral 7022 að utan og hvítir að innan. Gler er tvöfalt k-einangrunargler. Útihurðin er extra há 250cm.
Bílskúr: Bílskúrshurð er frá Glófaxa Hörmann í sama lit og gluggar Ral 7022. Extra breið 350 cm og extra há 250 cm. Hermann bilskúrshurða opnarar í skúr. Epoxy á gólfi með niðurfalli við hurð. Allir veggir og loft eru klæddir með tvöföldu lagi af gipsi. Búið er að ganga frá rafmagnstöflu og hitaveitugrind er frágengin.
Innveggir: Innveggir eru klæddir beggja megin með tvöföldu gipsi og einangraðir. Þar sem innréttingar koma upp er á flestum stöðum spónaplötur eða krossviður undir festi punktum. 
Baðherbergi: skilast með flísalögðu gólfi, veggir klæddir með rakaheldu gipsi og málaðir, sturta flíslalögð.
Pípulagnir: Neysluvatnið er rör í rör, þrýsti prófað. Gólfhitalagnir eru í öllu húsinu og bílskúr.         
Lýsing: Innfelld hvít led ljós í loftum.
Rafmagns- og sjónvarpslagnir: Rafmagnsefni, tenglar og rofar frá Rönning.
Baklóðin snýr í hásuður og þar er ídráttarrör fyrir heitan pott.
Lóðin er grófjöfnuð, búið er að jarðvegskipta og tyrfa þar sem við á.
Við afhendingu fylgir húsbók með tæknilegum upplýsingum, tengiliðum og praktískum atriðum.

Kaupendur greiða skipulagsgjald þegar það verður innheimt.

GLÆSILEG EIGN SEM UPPFYLLIR RÚMLEGA ÞARFIR NÚTÍMAFJÖLSKYLDU HVAÐ VARÐAR ÚTLIT, SKIPULAG, STAÐSETNINGU OG ÞÆGINDI. 

Gimli er ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins, stofnuð 1982 og fagnaði því 40 ára starfsafmæli á árinu 2022. Leiðarljós Gimli er heiðarleiki og traust. Gimli, gerir betur...

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á. 

Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á. 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31