Þykkvaflöt 11, 820

Fjarlægð/Seld - Eignin var 206 daga á skrá

Verð 69,9
Stærð 287
Tegund Einbýli
Verð per fm 243
Skráð 9.6.2020
Fjarlægt 1.1.2021
Byggingarár 2008
mbl.is

Fasteignasalan Bær kynnir í einkasölu. Nýlegt, mjög stórt nýlegt einbýlishús, 287,2 fm. Í húsinu eru í dag þrjár íbúðir.
Virkilega áhugaverð eign.


Aðalíbúð er á jarðhæð og henni fylgir bílskúr. Kjallari tilheyrir aðalíbúð.  Úr sameiginlegri forstofu er stigi upp í ris og þar er fullbúin íbúð. Loks er fullbúin stúdíóíbúð yfir bílskúr með inngangi/stiga úr bílskúr en einnig er í dag opið (hurð) á milli íbúðar í risi og stúdíóíbúðar. Um eitt fastanúmer er að ræða.

Framkvæmdir eru mjög langt komnar. Öll þrjú baðherbergin eru frágengin, öll gólfefni komin, flísar og harðparket. Tvö eldhús eru fullbúin. Vantar eldhúsinnréttingu í aðalíbúð og ýmiskonar minniháttar frágang sem verið er að vinna í.
Húsið er bárujárnsklætt timburhús og utan er húsið nánast frágengið en lóðarfrágang vantar.
Húsið stendur á rólegum stað innst í botngötu og er grænt svæði við hlið lóðarinnar, austanmegin.

Nánari lýsing:
Aðalíbúð er með sameiginlega  forstofu með flísum. Eldhús og stofa í opnu rými, tvö svefnherbergi, harðparket á gólfi. Flísalagt baðherbergi, innrétting og sturta. Flísalagður bílskúr (46 fm) . Kjallari með stóru tómstundaherbergi og svefnherbergi með harðparketi og flísalögð geymsla.
Íbúð í risi er með sameiginlega forstofu og stigi úr henni upp í risið. Eldhús og stofa í opnu rými, tvö svefnherbergi, harðparket á gólfi. Flísalagt baðherbergi, innrétting og sturta. 
Stúdíóíbúð er með eldhúsi og stofu/herbergi í opnu rými. Harðparket á gólfi, Flísalagt baðherbergi. Innrétting og sturta.
Tengi fyrir þvottavélar er á baðherbergjum.

Um virkilega stóra og vandaða eign er að ræða sem bíður upp á marga möguleika.

Ásett verð miðar við að húsið skilist fullbúið með lokaúttekt án lóðarfrágangs.

Nánari upplýsingar veitir Snorri Sigurfinnsson löggiltur fasteignasali s. 864-8090 eða snorri@fasteignasalan.is
Hringið og bókið skoðun.


 Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati, lögaðilar 1,6% fyrstu kaup 0,4%
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. kauptilboð

Skoðunarskylda:  Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Fasteignasalan Bær því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.



 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21