Fróðengi 16, 112

Fjarlægð/Seld - Eignin var 13 daga á skrá

Verð 47,9
Stærð 136
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 352
Skráð 19.6.2019
Fjarlægt 2.7.2019
Byggingarár 1992
mbl.is

"Eignin er seld og opið hús laugardaginn 22. júní fellur því niður"
Gimli
fasteignasala kynnir:  Falleg, vel skipulögð og barnvæn 4ra herbergja íbúð á jarðhæð með stórum afgirtum sólpalli fyrir framan, auk stæðis í bílakjallara. Íbúðin sjálf er skráð 112m og stæðið í bílakjallara er skráð 24m 2. Auk þess er sameiginleg geymsla, með þremur öðrum íbúðum, í bílakjallaranum.

Nánari upplýsingar veitir Kristján Gíslason Aðstoðarmaður fasteignasala, í síma 691-4252, tölvupóstur kristjan@gimli.is og Halla Unnur Helgadóttir, Löggiltur fasteignasali.  Hafðu samband í síma eða með tölvupósti til að bóka skoðun. 

NÁNARI LÝSING:
Þegar komið er inn í íbúðina eru svefnherbergin þrjú í röð á hægri hönd og eru þau norðan megin í íbúðinni. Svefnherbergi 1 er L laga með harðparketi á gólfum og góðum gluggum. Svefnherbergi 2 er örlítið stærra, tveir gluggar og flísar á gólfi. Hjónaherbergi er með viðarparketi, ágætum fataskáp og góðum gluggum. Við hliðina á hjónaherberginu er 4m 2  geymsla með dúk á gólfi og síðan baðherbergið með baðkari m/sturtu, salerni og innréttingu og er dúkur á gólfi. Stofan er ágætlega rúmgóð og er opið rými inn í eldhús þar sem borðstofan/borðkrókur er útbyggð út á sólpallinn, sem gerir íbúðina mjög bjarta. Innaf eldhúsinu er þvottahús með dúk á gólfi. Úr stofunni er gengið út á stóran afgirtan sólpall, sem snýr í suðvestur og nær hann meðfram allri íbúðinni. Fyrir utan pallinn er vel hirt og afgirt lóð meðfram öllu húsinu. Á öllu aðalrými, þ.e. eldhúsi, stofu, holi og svefnherbergi 2, eru eins flísar, ljós drapplitar. 
Húsið lítur mjög vel út að utan og ekki eru neinar fyrirhugaðar framkvæmdir á næstunni.
Örstutt er í leikskóla, grunnskóla og Borgarholtsskóla og einnig alla almenna þjónustu í Spönginni.

Nánari upplýsingar veitir Kristján Gíslason Aðstoðarmaður fasteignasala, í síma 691-4252, tölvupóstur kristjan@gimli.is og Halla Unnur Helgadóttir, Löggiltur fasteignasali.  Hafðu samband í síma eða með tölvupósti til að bóka skoðun. 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á. 
Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.500,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á. 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33