Eyrarskógur 90, 301

Fjarlægð/Seld - Eignin var 1684 daga á skrá

Verð 9,0
Stærð 42
Tegund Orlofs
Verð per fm 214
Skráð 23.5.2015
Fjarlægt 1.1.2020
Byggingarár 1992
mbl.is

Allt fasteignir fasteignasala Síðumúla 29 sími 565-1233 kynnir: Tilboð óskast. Nýlega málaður og nýlegt járn á þaki. Góður sumarbústaður 3ja herbergja 42 fm., til viðbótar er gott svefnloft, í Eyrarskógi, eignarlóð í landi Eyrar, Svínadal, Hvalfjarðarsveit með útsýni yfir á Eyrarvatn og Vatnaskóg. Fjarlægð frá Reykjavík er um 45 mín akstur. Nánari lýsing:: Gólfefni: Dúkur og parket á gólfum. Hjónaherbergi með góðum skáp. Barnaherbergi með skáp. Ágætis vönduð ljós innrétting í eldhúshorni. Ísskápur og nýleg eldavél. Björt og rúmgóð stofa. Baðherbergi með sturtu. Rúmbott svefnloft. Góð verönd. Stór ræktuð og gróin eignarlóð 4.200 fm. skv. FMR en í reynd skv. teikningum 5.680 fm.   Kalt vatn og rafmagnskynding. Eignin er seld veðbandalaus. Stutt er að fara í sundlaugina að Hlöðum og einnig er golfvöllur á Þórisstöðum. Tveir veitingastaðir í nágrenninu, Skessubrunnur og Hótel Glymur. Þrjú góð veiðivötn í Svínadalnum.  Leiðarlýsing:  Ekinn er þjóðvegur 1 í átt að Borgarnesi í gegnum Hvalfjarðargöng.  Þegar ekið er framhjá afleggjaranum inn Hvalfjörðinn kemur að hægri beygju inn veg 504, - Leirársveitarvegur / Leirársveit, sem liggur að veg 502 - Svínadalsvegur, sá vegur ekinn í átt að Eyrarvatni. Áður en að vatninu kemur, kemur Eyrarskógur á vinstri hönd og Hrísabrekku á undan og til  norðurs. Skilti er við Eyrarskóg / Hrísabrekku  um skipulag hverfis. Mjög gott er að skoða ja.is með heimilisfanginu. Einnig vef fmr.is og vef hvalfjardarsveit.is ( Korta og teikningavefur ). Allar nánari upplýsingar veitir Þorbjörn Pálsson í síma 565-1233. Allt fasteignir fasteignasala.   1. Stimpilgjald af Kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati 3. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.  kr 2.000 skjali. 4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. 5. Umsýslugjald til fasteignasölu, kr. 40.000 auk vsk.  sbr. kauptilboð. Fletta í fasteignalista