Hafnarbraut 12, 200

Fjarlægð/Seld - Eignin var 7 daga á skrá

Verð 119,9
Stærð 147
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 815
Skráð 28.3.2024
Fjarlægt 5.4.2024
Byggingarár 2021
mbl.is

Betri Stofan fasteignasala Borgartún 30 og Jason Kristinn sími 775 1515 - jason@betristofan.is kynnir: Þakíbúð á Kársnesinu í nýlegu lyftuhúsi og með stæði í bílageymslu. Glæsileg 147 fermetra, vandaða 4ra herbergja íbúð á 5. hæð og efstu hæð í fallegu fjölbýlishúsi með lyftu við Hafnarbraut 12G í Vesturbæ Kópavogs. Íbúðin samanstendur af þremur svefnherbergjum, eldhúsi, baðherbergi, stofu, borðstofu, þvottahúsi og sér geymslu. Stórar þaksvalir útfrá stofu til vesturs og eru rúmgóðar.

Nánari lýsing: Forstofa er með flísum á gólfum og fataskáp. Mikil lofthæð. 
Stofa, borðstofa og eldhús liggja saman í fallegu, opnu og björtu rými með stórum gluggum og góðu útsýni, útgengt á þaksvalir til vesturs og með útsýni til suðvesturs og norðurs.
Eldhús er með sérsmíðaðri innréttingu með innbyggðum ísskáp og innbyggðri uppþvottavél, bakaraofn í vinnuhæð og spanhelluborð, parket á gólfi. Til hliðar við eldhús er; Þvottahús er mjög rúmgott og með miklu skápaplássi. Flísar á gólfi.

Svefnálma:
Hjónaherbergi
er með fataherbergi og parket á gólfi, góðir gluggar. Opnanlegir gluggar á þrjár hliðar.
Svefnherbergi II er með parket á gólfi.
Svefnherbergi III er með parket á gólfi.
Baðherbergi er mjög rúmgott, flísalagt með upphengdu salerni, walk in sturtu, handklæðaofni og fallegri innréttingu. Opnanlegur gluggi. 

Geymsla er 9 fm merkt 501 og er staðsett hliðina á bílastæðinu í kjallara sem er nálægt lyftuhúsi.

Hjóla og vagnageymsla er niðri og er mjög rúmgóð.

Staðsetning er góð. Spennandi hjóla-, hlaupa- og göngustígar við sjávarsíðuna, góðar samgönguleiðir auk þess sem ný brú frá Kársnesi yfir í miðbæ Reykjavíkur er fyrirhuguð. Grunnskóli og leikskólar eru í göngufjarlægð. Borgarlína væntanleg í næsta nágrenni. 
Svæðið í heild mun einkennast af nýjum íbúðum í bland við atvinnubyggð.

Bryggjusvæðið verður endurnýjað og uppbygging mun eiga sér stað í hverfinu sem er staðsett á einum fallegasta og gróðursælasta útsýnisstað á höfuðborgarsvæðinu.

Nánari upplýsingar veitir: Jason Kristinn Ólafsson, sími 7751515 löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala, jason@betristofan.is
www.betristofan.is

 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.  
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma
í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.
Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33
Mynd 34
Mynd 35
Mynd 36
Mynd 37