Óðinsgata 6A, 101

Verð 99,9
Stærð 115
Tegund Einbýli
Verð per fm 869
Skráð 24.4.2024
Fjarlægt
Byggingarár 1928
mbl.is 1255188

Elka, lgf., s. 863-8813 hjá Fasteignasölunni TORG kynnir gullmola í Þingholtunum í Reykjavík, 115 m² einbýlishús á tveimur hæðum með auka studíó-íbúð en húsið stendur á 370 m² eignarlóð.
Húsið er á tveimur hæðum með lítilli útleiguíbúð með sérinngangi á neðri hæð.  Á lóðinni er sólpallur með 6 m² geymsluskúr sem er ekki skráður inní fermetratölu eignar.
Einstök eign í miðborginni, húsið var byggt árið 1927 sem vinnustofa. Óðinsgata 6A stendur á baklóð úr alfararleið en samt nokkrum skrefum frá miðborginni og Óðinstorgi sem var opnað í nýrri mynd árið 2020.
Nánari upplýsingar veitir Elka Guðmundsdóttir Fasteignasali í síma 863-8813, tölvupóstur elka@fstorg.is eða Guðný Ösp Fasteignasali í síma 665-8909, tölvupóstur gudny@fstorg.is .

Nánari lýsing;
Húsið hefur verið mikið endurnýjað, t.d. er búið að endurnýja raflagnir og töflu, ofna og ofnalagnir, klóaklagnir, drenlagnir, gler og glugga. 
Aukin lofthæð er á efri hæð hússins og fallegir viðarbitar í loftum en lofthæð á neðri hæð hússins er um 2,0 metrar.  Loft á efri hæð var endurnýjað fyrir nokkrum árum og klætt.
Gengið er inn í alrými hússins sem er eldhús og stofa með flotuðu og lökkuðu gólfi með gólfhita.  Fallegir viðarbitar í loftinu setja skemmtilegan svip á alrýmið.
Eldhús er með eldri innréttingum en borðplata hefur verið endunýjuð.  
Stofan er björt og rúmgóð með fallegum gluggum.  Vinnuaðstaða hefur verið stúkuð af alrými með hillum. 
Tvö baðherbergi eru í húsinu.  Baðherbergi á efri hæð er með flotuðu gólfi, flísalögðum veggjum og sturtuklefa með gleri.  Endurnýjuð innrétting, skápar, handklæðaofn, loftræsting og tengi fyrir þvottavél.
Gengið er niður á neðri hæð hússins um stiga úr alrými á efri hæð:
Þar eru þrjú svefnherbergi í dag, þvottahús, geymsla og baðherbergi.
Hægt er að ganga inn í eitt herbergið um sérinngangi, þar er einnig baðherbergi og aðgangur að þvottahúsi/geymslu.  Þetta herbergi hefur verið leigt út.
Innangengt er á milli þvottahúss og hinna svefnherbergjanna tveggja sem tilheyra aðalíbúð og er því hægt að nýta húsið allt í senn eða leigja frá sér hluta neðri hæðar og loka á milli á einfaldan hátt.

Húsið stendur á 370 m² eignarlóð sem er sameiginleg með Óðinsgötu 6, lóðin er mjög skjólsæl og snyrtileg.  Hellulagður göngustígur að húsi og sér pallur sunnanmegin við húsið með geymsluskúr.
Staðsetning hússins er einstaklega góð á rólegum og kyrrlátum stað í miðborginni.  Falinn gullmoli í miðborginni með ýmsum möguleikum.

Nánari upplýsingar veitir Elka Guðmundsdóttir Fasteignasali í síma 863-8813 tölvupóstur elka@fstorg.is eða Guðný Ösp Fasteignasali í síma 665-8909, tölvupóstur gudny@fstorg.is .

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33
Mynd 34
Mynd 35
Mynd 36
Mynd 37