Sifjarbrunnur 14, 113

Fjarlægð/Seld - Eignin var 5 daga á skrá

Verð 143,9
Stærð 213
Tegund RaðPar
Verð per fm 677
Skráð 18.3.2023
Fjarlægt 24.3.2023
Byggingarár 2016
mbl.is

Lind Fasteignasala kynnir : Afar glæsilegt raðhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr. Bjart alrými með stórum og björtum gluggum og suðursvölum. Glæsilegur suðurgarður með heitum potti. Í húsinu eru þrjú svefnherbergi, 2 baðherbergi og gestasnyrting. Gólfhitakerfi er í öllu húsinu. Eignin er sérlega vel staðsett þar sem öll sú þjónusta sem hverfið hefur upp á að bjóða er í næsta nágreni.
Allar nánari upplýsingar veitir Ómar Hvanndal í síma 832-3200 eða omar@fastlind.is


Nánari lýsing :
Efri hæð. 

Forstofa með flísum á gólfi og miklu skápaplássi. Úr forstofu er innangengt í bílskúr.
Eldhús er með vandaðri hvítri innréttingu með innbyggðum tækjum. Eldhúsið er einstaklega rúmgott, með stórri eyju og miklu skápaplássi.
Borðstofa og stofa eru í einu samliggjandi rými með aukinni lofthæð og stórum og björtum gluggum til suðurs. Úr stofu er stór rennihurð þar sem gengið er út á suðursvalir með góðu útsýni yfir Úlfarsárdalinn og Grafarholtið.
Gestasalerni með flísum á gólfi, vegghengdu salerni og hvítri innréttingu. 
Á efri hæð er aukin lofhæð í öllum rýmum auk þess sem innbyggð lýsing er í loftum.
Frá efri hæð er steyptur og parketlagður stigi niður með sérsmíðuðu handriði.

Neðri hæð.
Hjónasvíta með rúmgóðu fataherbergi og baðherbergi. Úr hjónaherbergi er útgengt út á stóra suðurverönd með heitum potti.
Baðherbergi sem er innan hjónaherbergis er með flísum á gólfi og veggjum að hluta. Sturta með innbyggðum blöndunartækjum og glerskilrúmi. 
Barnaherbergi eru tvö, bæði mjög stór og með fataskápum. 
Baðherbergi á gangi er stórt og rúmgott með frístandandi baðkari og sturtu. Flísar á gólfi og veggjum að hluta. Stór flísalögð sturta með innbyggðum blöndunartækjum .
Þvottahús er inn af baðherbergi. Þar eru flísar á gólfi og hvít innrétting með vinnuborði. Gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara.

Bílskúr er innbygður með Epoxy á gólfi. Inn af bílskúr er geymsla þar sem hægt er að ganga út á svalir.
Á gólfum hússins er vandað harðparket að undanskildum votrýmum sem eru flísalögð. Gólfhiti er í öllum rýmum að frátöldum bílskúr.
Garður sunnanmegin við húsið var nýlega klæddur með timburverönd auk þess sem búið er girða garðinn af með skjólvegg. Nýlegur heitur pottur er á veröndinni sem er öll hin glæsilegasta.
Framan við húsið er steypt plan með snjóbræðslukerfi. Góð aðkoma er að húsinu og tvö bílastæði eru á lóðinni.
Húsið er byggt árið 2016 og klætt með viðhaldsléttri álklæðningu. Allur frágangur á húsi og lóð miðar að því að lágmarka viðhald og umhirðu og má þar nefna steypt plan og timburklædda verönd í garði.

Húsið er frábærlega staðsett þar sem öll helsta þjónusta, svo sem skóli, leikskóli, sundlaug og íþróttamiðstöð eru í stuttri göngufjarlægð frá húsinu.

Nánari upplýsingar veita:
Ómar Hvanndal hdl. og aðstm. fasteignasala í síma 832-3200 / omar@fastlind.is 
Guðmundur Hallgrímsson Löggiltur fasteignasali  gudmundur@fastlind.is

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33
Mynd 34
Mynd 35
Mynd 36
Mynd 37
Mynd 38
Mynd 39
Mynd 40
Mynd 41
Mynd 42
Mynd 43