Mosagata 9, 210

Verð 74,9
Stærð 95
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 785
Skráð 4.5.2024
Fjarlægt
Byggingarár 2020
mbl.is 1260593

Heimili fasteignasala kynnir til sölu fallega þriggja herbergja íbúð með sérinngangi í nýlegu lyftuhúsi við Mosagötu í Urriðaholti, Garðabæ. Eignin er skráð 95,4 fm að stærð og skiptist í anddyri, hol, borð- og setustofu, eldhús, tvö svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús í sér rými innan íbúðar. Þá fylgir eign rúmgóð sérgeymsla í kjallara, sameiginleg hjóla- og vagnageymsla og sér stæði í lokaðri bílageymslu. Eign sem vert er að skoða!

Nánari upplýsingar veitir Brynjólfur, lgfs., brynjolfur@heimili.is


Nánari lýsing:
Anddyri: komið inn um sérinngang frá opnum svalagangi, tvöfaldur fataskápur í anddyri og flísar á gólfi. 
Eldhús, borð- og setustofa: eru í opnu og björtu alrými þar sem er parket á gólfi, gluggar á tvo vegu og útgengi á rúmgóðar svalir íbúðar.
Hjónaherbergi: rúmgóðir fataskápar, parket á gólfi og gluggi með opnanlegu fagi. 
Barnaherbergi: fataskápur, parket á gólfi og gluggi með opnanlegu fagi. 
Baðherbergi: falleg innrétting, vegghengt WC, baðkar með sturtuhaus, gluggi með opnanlegu fagi. Á gólfi og á veggjum eru flísar.
Þvottahús: er í sér rými innan eignar og þar er ágætt vinnuborð og vaskur. Á gólfi eru flísar.
Innréttingar og skápar eru frá HTH, hurðir frá BYKO, eldhústæki frá Tengi og flísar frá Álfaborg. Gólfefni íbúðar eru parket og flísar.
Eign fylgir sér bílastæði í lokuðum bílakjallara, sérgeymsla og sameiginleg hjóla- og vagnageymsla.

Falleg eign í vinsælu og umhverfisvænu hverfi þar sem stutt er í fallega náttúru og Urriðaholtsskóla.

Nánari upplýsingar veitir Brynjólfur Snorrason, lgfs., brynjolfur@heimili.is 
 


Heimili fasteignasala - á traustum grunni frá 2002.  Vegna mikillar eftirspurnar á markaði vantar okkur fleiri eignir á söluskrá. Hafið samband í síma 530-6500 eða sendið okkur tölvupóst á heimili@heimili.is og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Heimili fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar í samræmi við gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda er kr. 79.900. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.
 
Heimili fasteignasala – á traustum grunni frá 2002.
Grensásvegi 3, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Upplýsingar um starfsfólk má finna á heimasíðu Heimili og á Facebook.

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28