Flókagata 8, 105

Fjarlægð/Seld - Eignin var 3 daga á skrá

Verð 149,0
Stærð 195
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 764
Skráð 27.4.2022
Fjarlægt 1.5.2022
Byggingarár 1938
mbl.is

Opið hús verður hinn 30. apríl milli 13.00-13:30.
STAKFELL fasteignasala s. 535-1000 kynnir:  Parhús, Flókagata 8, 105 Reykjavík. Um er að ræða parhús á þremur hæðum, í kjallara er sameiginleg aðstaða fyrir þvottavél,  sér íbúð með innangengt á efri hæðir og sér inngang. Á miðhæð er inngangur, anddyri, stofa og eldhús. Á efri hæð eru þrjú svefnherbergi og baðherbergi. Í kjallar er sér tveggja herbergja íbúð. Eignin Flókagata 8 er skráð sem hér segir hjá Þjóðskrá: Eign 201-1999, birt stærð 194.9 fm., íbúð 168,2 fm. og bílskúr 26,9 fm.
Opið hús verður hinn 26. apríl milli 17.00-19.00  og hinn 30. apríl milli 17.00-19.00.
Allar nánari upplýsingar gefur Þorlákur Ómar Einarsson lögg.fasteignasali í síma 820-2399 eða netfang thorlakur@stakfell.is


Nánari lýsing: Um er að ræða fallegt parhús sem hefur allt verið mikið endurnýjað, núverandi eigendur keyptu eignina 2015 og var þá ráðist í breytingar og endurnýjun á  húsinu svo og frágangi á rafmagni í bílskúr ásamt úttekt rafvirkja meistara.  Allar endurnýjanir og breytingar voru undir eftirliti og í umsjón húsasmíða meistara. Framkvæmdir hófust á tveimur efri hæðum haustið 2015 og var að mestu lokið í febrúar 2016, en þá hófust framkvæmdir á neðstu hæð hússins (kjallara) þar sem um algera breytingu og endurnýjun var að ræða sem skilaði nýrri tveggja herbergja íbúð þar sem allt gólf var brotið upp og allar gamlar vatns og ofna lagnir fjarlægðar, svo og allt rafmagn endurnýjað.  Í gólfið var lagt vatns-gólfhiti og tilheyranti stýrikerfi.  Nýtt rými var opnað til stækkunnar á íbúðinni þar sem nú er baðherbergi með regn sturtu. 
Rafmagn var endurnýjað í húsinu með nýrri aðaltöflu og svo auka sér töflu og mælum fyrir íbúðirnar tvær sem eru í húsinu (allt á einni fasta tölu).  Dren var grafið meðframhúsinu í garði og vestur-hlið og tengt í frárensli og frágangur á garði næst húsinu.   Þessum aðalframkvæmdum við húsið var lokið um júlí 2016.
Síðastliðinn vetur var skólplögn frá efra baðherbergi húðuð að innan til viðhalds og síðastliðið sumar, 2021 voru framtröppur brotnar upp og steyptar og gengi frá með hlífðarmúr.
Húsið er í mjög góðu ástandi og innréttingar; svo sem flísalögð baðherberði í hólf og gólf, gólfefni parket og flísar, hurðarhúnar (Samuel Heath)  og (retrolook) slökkvirofar-dimmerar (Berker) allt í háum gæðaflokki.
Með húsinu fylgir stór einka garður og svo stór bílskúr með áföstum vinnuskúr með frágengnu rafmagni, vatni og hita og bíður eignin uppá frekari möguleika til stækkunnar eða þróunnar.


Allar nánari upplýsingar gefur Þorlákur Ómar Einarsson lögg.fasteignasali í síma 820-2399 eða netfang thorlakur@stakfell.is
Kostnaður kaupanda vegna kaupa:  Stimpilgjald kaupsamnings einstaklinga  er  0,8%  og lögaðila  1,6% af fasteignamati eignar. Lántökugjald getur verið breytilegt eftir lánastofnunum,  oftast 1%. Þinglýsingargjald er 2.500 fyrir hvert skjal. Þjónustu- og umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

Stakfell fasteignasala bendir fasteignakaupendum á ríka skoðunarskyldu kaupenda sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga.  Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.
 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33
Mynd 34
Mynd 35
Mynd 36
Mynd 37
Mynd 38
Mynd 39
Mynd 40
Mynd 41
Mynd 42