Básaskersbryggja 2, 900

Fjarlægð/Seld - Eignin var 65 daga á skrá

Verð 69,0
Stærð 127
Tegund Atv.
Verð per fm 542
Skráð 6.2.2024
Fjarlægt 12.4.2024
Byggingarár 1953
mbl.is

Básaskersbryggja 2, jarðhæð, Vestmannaeyjum

 
Húsið Básaskersbryggja 2 er norðurendi í nokkurra eininga húsi á Básaskersbryggju í Vestmannaeyjum.  Húsið er steypt á þremur hæðum með steyptri milliloftaplötu.   Húsið er upphaflega byggt árið 1953 en norðurendinn var mikið endurnýjaður árin 2021 – 2023. Jarðhæðin er skráð sem verslun og samkvæmt nýrri eignaskiptayfirlýsingu er þetta rými skráð 127,3 fm.  Jarhæðin skiptist svo:
 
Inngangur á norðurgafli (gegnt afgreiðslu Herjólfs)
Stór salur með flotuðu/lökkuðu gólfi
Eldhús/kaffistofa með flísum á gólfi og lítilli hvítri innréttingu, kaldavatnsinntak er í þessu rými og er það sameiginlegt með íbúðum efri hæðar.
Salerni með flísum á gólfi
Geymsla/lítið herbergi með flísum á gólfi
Inntaksrými þar er ein hitagrind fyrir allt húsið í dag
Úr sal er góð iðnaðarhurð í vestur
 
Eignin hefur verið talsvert endurnýjuð á síðustu árum m.a. nýlegt járn á þaki, nýlegir gluggar og nýlega málað. 
 
Eignin er staðsett við aðkomu ferjunnar Herjólfs.  Fjöldi fólks fer því framhjá eigninni ár hvert.
 
Eignin býður uppá ýmsa möguleika bæði sem geymsluhúsnæði, verslunarhúsnæði eða skrifstofuhúsnæði eða til annars atvinnurekstrar.

 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5