Birkigrund 13, 800

Fjarlægð/Seld - Eignin var 326 daga á skrá

Verð 62,9
Stærð 216
Tegund Einbýli
Verð per fm 291
Skráð 10.2.2020
Fjarlægt 1.1.2021
Byggingarár 2000
mbl.is

LÖGMENN SUÐURLANDI S: 480 2900

Birkigrund 13, Selfossi
Um er að ræða vel staðsett, vel viðhaldið og snyrtilegt 156,4 fm. einbýlishús ásamt 59,9 fm. sambyggðri bílgeymslu, samtals 216,3 fm.  Húsið var byggt árið 2000 úr timbri og er klætt að utan með liggjandi bjálkaklæðningu en málað járn er á þaki.  Að innan er íbúðin þrjú rúmgóð svefnherbergi, stofa, sjónvarpshol, eldhús, baðherbergi, þvottahús og forstofa. Parket er á gólfum í herbergjum og stofu en flísar á öðrum gólfum.  Hiti er í gólfum á baði, forstofu og þvottahúsi og einnig í bílskúr.  Í eldhúsinu er mahoganyspónlögð innrétting með góðum tækjum.  Á baðinu sem er flísalagt í hólf og gólf er sturta, hvít innrétting og handklæðaofn.  Baðherbergið var nýlega endurnýjað.  Útgengt er úr stofu á sólpall við húsið.  Fataskápar eru í herbergjunum sem og forstofunni.  Bílskúrinn er í heildina 59,9 fm.  Hluta bílskúrsins hefur verið breytt í stúdíóíbúð en þar er eldhúskrókur, baðherbergi og eitt opið rými.  Sérinngangur er í íbúðina.  Baðherbergið þar er flísalagt og þar er sturta, wc og vaskur. Innkeyrsluhurðin í bílskúrin er álflekahurð með rafmagnsopnara.  Geymsluloft er að hluta til yfir skúrnum þar sem stúdíoíbúðin er.  Innkeyrsla er hellulögð.  Hitalagnir eru undir innkeyrslunni en þær eru ótengdar.  Við húsið er um 60 fm. sólpallur með skjólveggjum.  Lagnir eru til staðr til að tengja heitan pott. Á baklóð hússins er svo geymsluskúr fyrir útiverkfæri, grill o.þ.h.   Lóðin er mjög snyrtileg og vel hirt.  Staðsetningin er góð, stutt í skóla og íþróttasvæði t.d.

Nánari upplýsingar veita
Árni Hilmar Birgisson, aðstoðarmaður fasteignasala í síma 856-2300, arni@log.is
Hallgrímur Óskarsson , löggiltur fasteignasali í síma  845-9900, halli@log.is
Sigurður Sigurðsson,  löggiltur fasteignasali í síma  690-6166, sigurdur@log.is
Steindór Guðmundsson löggiltur fasteignasali í síma  862 1996, steindor@log.is

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30