Bauganes 26, 102

Verð Tilboð
Stærð 316
Tegund Einbýli
Verð per fm
Skráð 27.3.2024
Fjarlægt
Byggingarár 1978
mbl.is 1240007

Mjög fallegt og vel skipulagt 316,3 fm einbýlishús á tveimur hæðum með 2ja herb. aukaíbúð með sérinngangi á eftirsóttum og rólegum stað í Skerjafirði. Rúmgóður innangengur bílskúr með geymslurými. Húsið stendur á 639 fm eignarlóð. Mjög mikil lofthæð er í hluta hússins. Arinn er í húsinu. Gróin lóð. Búið að endurnýja húsið mikið á síðustu mánuðum. Ný eldhúsinnrétting, ný eldhústæki, öll gólf flotuð, nýtt parket, nýjar innihurðir, stærstur hluti raflagna endurnýjaður og veggir sprautusparslaðir. 

Húsið skiptist m.a. í forstofu, hol, stofu, borðstofu, eldhús, 6 svefnherbergi, 3 baðherbergi og þvottahús.
Auk þess er 2ja herb. íbúð með sér inngangi á aðalhæð hússins. Íbúðin er mikið endurnýjuð, nýtt parket, eldhúsinnrétting og tæki, hurðir, loftaklæðning, rafmagn og allt ný málað. Íbúðin er í útleigu og leigusamningur getur fylgt.  Í kjallara hússins er mjög stórt óskráð rými sem er nýtt sem geymslurými. Hiti er í bílaplani og stétt fyrir framan húsið. Seljendur skoða möguleika á að taka ódýrari íbúð/íbúðir uppí.

Nánari upplýsingar og bókun á skoðun er hjá Guðbjörgu G. Sveinbjörnsdóttur lgfs. fasteignasali s. 899-5949 eða á netfanginu
gudbjorg@trausti.is


Eignin er skráð skv. Þjóðskrá Íslands alls 316,3fm. og þar af er bílskúr skráður 36,3fm. 

Nánari lýsing:

Forstofa rúmgóð með fatahengi og flísar á gólfi.
Gestasnyrting er inn af forstofu, flísar á gólfi.
Hol með parketi á gólfi. Úr holi liggur stigi niður á neðri hæð hússins.
Arinstofa/fjölskylduherbergi (svefnherbergi 1) er með parketi á gólfi. Áður var rýmið opið við holið og því
auðvelt að opna það aftur. Útgengt er út í garð úr herberginu.
Svefnherbergi 2 (húsbóndarými skv. teikningum) mjög rúmgott og parket á gólfi. Frá holi er gengið upp nokkur þrep í stofur og eldhús.
Stofa/borðstofa eru samliggjandi, rúmgóðar og bjartar með mikilli lofthæð og parketi á gólfi. Stórir gluggar til suðvesturs.
Eldhús hefur nýlega verið endurnýjað með fallegri innréttingu. Öll tæki eru ný, innbyggð uppþvottavél, ísskápur og vínkælir. Parket á gólfi. Eldhús er opið við borðstofu. Búr er inn af eldhúsi.
Stigi liggur niður úr holi niður á neðri hæð hússins. Einnig er sérinngangur er á neðri hæðina.

Neðri hæð:
Á hæðinni er forstofa, fjögur rúmgóð svefnherbergi, tvö baðherbergi (annað með sturtu en hitt með
baðkari), sjónvarpshol, skrifstofurými og þvottahús.
Forstofa
með fatahengi og flísum á gólfi.
Rúmgott hol, er nýtt í dag sem gott sjónvarpsrými.
Hjónaherbergi (svefnherbergi 3) er rúmgott með góðu skápaplássi og parketi á gólfi. Baðherbergi er inn
af hjónaherbergi. Útgengt út í garð úr herberginu.
Baðherbergi inn af hjónaherbergi er með sturtuklefa, glugga, handklæðaofni og flísalagt í hólf og gólf.
Svefnherbergi 4 rúmgott með parketi á gólfi.
Svefnherbergi 5 rúmgott með parketi á gólfi.
Svefnherbergi 6 rúmgott með parketi á gólfi. Útgengt er út í garð úr herberginu.
Baðherbergi með baðkari, nýju blöndunartæki og handklæðaofni. Upprunaleg innrétting, flísalagt gólf.
Þvottahús er á jarðhæð.
Óskráð rými í kjallara er mjög stórt og býður upp á margvíslega notkunarmöguleika.

Auka 2ja herbergja íbúð á aðalhæð hússins sem er í útleigu og getur leigusamningur fylgt
Inngangur í íbúðina er við hlið aðalinngangs í húsið.
Íbúðin er mikið endurnýjuð; nýtt parket, ný loftaklæðning, nýtt rafmagn, nýtt eldhús og tæki, nýjar innihurðir og allt ný málað.
Forstofa
er parketlögð.
Stofa er rúmgóð og björt með parketi á gólfi og stórum gluggum sem snúa í vestur.
Eldhús er opið við stofuna, ný eldhúsinnrétting og tæki og parket á gólfi. 
Hjónaherbergi er rúmgott með parketi á gólfi. 
Baðherbergi er rúmgott með innangengri sturtu, tengi fyrir þvottavél, flísalagt í hólf og gólf.

Bílskúr:
Bílskúr er rúmgóður skráður 36,3fm., innangengt er í bílskúrinn úr húsinu og hurð liggur út í garð.
Bílaplan og stétt fyrir framan húsið er með hitalögn.

Húsið er steypt og með epoxy klæðningu á steypu.
Járn á þaki var endurnýjað fyrir u.þ.b. 16 árum síðan.

Frábær staðsetning á rólegum stað í Skerjafirði. Stutt í fallegt útivistarsvæði og göngufæri í miðbæ Reykjavíkur.

Allar nánari upplýsingar veitir Guðjörg G. Sveinbjörnsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 899-5949 eða á netfanginu gudbjorg@trausti.is

Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Skoðunarskylda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33
Mynd 34
Mynd 35
Mynd 36
Mynd 37
Mynd 38
Mynd 39
Mynd 40
Mynd 41
Mynd 42
Mynd 43
Mynd 44
Mynd 45
Mynd 46
Mynd 47
Mynd 48