Desjamýri 7, 270

Fjarlægð/Seld - Eignin var 6 daga á skrá

Verð 12,9
Stærð 28
Tegund Atv.
Verð per fm 461
Skráð 10.11.2023
Fjarlægt 17.11.2023
Byggingarár 2015
mbl.is

LANDMARK fasteignamiðlun og Þórey Ólafsdóttir, löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu 28 fermetra geymsluhúsnæði á afgirtu og aðgangsstýrðu svæði við Desjamýri 7 í Mosfellsbæ. Aukin lofthæð og gott geymsluloft. Heitt og kalt vatn, skolvaskur og eitt niðurfall er í rými. Aðgangur að sameiginlegu salerni.

Eignin er merkt 01 0102 og birtir fermetrar samtals samtals 28 fm hjá HMS en henni fylgir tilheyrandi hlutdeild í matshluta 01 og lóðarréttindum. Allar eignir í matshlutum 01, 02 og 03 eiga hlut í salernisaðstöðu í matshluta 02 samkvæmt eignaskiptayfirlýsingu.

Geymsluhúsnæðið er staðsett á lokaðuðu og afgirtu svæði með aðgangsstýrðu rafmagnshliði. Lóðin fullfrágengin og malbikuð. Eftirlitskerfi á svæðinu. Bílskúrshurð, yleiningarhurð með inngangshurð er 2,3 metrar á hæð og 2,5 metrar á breidd. Allir veggir eru fyrst klæddir með krossvið, síðan gifsklæddir og málaðir. Greiddar eru tæpar 5.000 kr á mánuði í húsgjöld en þá er allur hiti og rafmagn innifalið.

Verð 12.900.000,-

Allar frekari upplýsingar veitir Þórey Ólafsdóttir, löggiltur fasteignasali / B.Sc. í viðskiptafræði í síma 663 2300 eða thorey@landmark.is.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. LANDMARK fasteignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 74.900. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Heimasíða LANDMARK fasteignamiðlunar
Fáðu frítt sölumat á eignina þína HÉRNA

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3