Fífulind 3, 201

Fjarlægð/Seld - Eignin var 20 daga á skrá

Verð 41,9
Stærð 110
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 380
Skráð 26.10.2016
Fjarlægt 15.11.2016
Byggingarár 1997
mbl.is

Fasteignasalan TORG kynnir:  Rúmgóð og vel skipulögð 4ra herbergja 110,4 fm íbúð á 1. hæð með sérinngangi og suður-verandarpalli út í garð. Aðeins ein íbúð er á 1. hæð hússins. Húsið er stutt frá þjónustusvæði Smárahverfisins, í barnvænu hverfi, með leikskólann nánast í bakgarðinum og íþróttastarfsemi, þ.m.t. fimleikar, sundlaug, skóla og aðra þjónustu í göngufæri um stíga og undirgöng, þannig að ekki þarf að fara yfir umferðargötur. Húsið er samtals fjórar hæðir auk nýtanlegrar rishæðar og eru sjö íbúðir í hvorum húshluta, nr. 1 og 3.  
 
Árni Ólafur fasteignasali veitir upplýsingar og sýnir íbúðina. Sími 893 4416 og arnilar@fstorg.is

Nánari lýsing:    Gengið er inn í íbúðina um sérinngang til hliðar við aðalinnganginn. Komið er inn í forstofu og stóran skála sem myndast í miðrými íbúðarinnar. Rúmgóð og björt stofan tekur við og er eldhúsið á vinstri hönd, opið í báða enda og er borðkrókur þess opið við stofu. Gengið er út á stóran sólpall til suðurs út af stofu.
Hjónaherbergið er rúmt með fataskápum á einn vegg. Framan þess er skálinn, sem flísalagt baðherbergið opnast inn í auk hinna tveggja svefnherbergjanna. Rými skálans gefur kost á nýtingu t.d. fyrir vinnuaðstöðu með tölvu.
Aðalgólfefni íbúðarinnar er ljóst viðarparkett. Í eldhúsi eru flísar á gólfi og er baðherbergið flísalagt. Þvottaherbergi er innan íbúðar með geymsluaðstöðu en sérgeymsla er einnig utan hennar á sömu hæð.
Hér er um að ræða rúmgóða, fallega íbúð á 1. hæð með sérinngangi, á kyrrlátum stað í vinsælu hverfi í Kópavogi, með alla þjónustu í göngufjarlægð. 

Upplýsingar veitir Árni Ólafur fasteignasali í síma 893 4416 eða arnilar@fstorg.is  
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  1. Stimpilgjald vegna kaupsamnings er 0.8% en 0.4% við fyrstu kaup og 1,6 % ef lögaðili á í hlut, af fasteignamati.  2. Þinglýsingargjald kr.  2.000.- kr. af hverju skjali.  3. Lántökukostnaður lánastofnunar - almennt 1.0 % af höfuðstól skuldabréfs.  4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr.  59.000. - með vsk.
 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31