Austurvegur 23, 710

Fjarlægð/Seld - Eignin var 17 daga á skrá

Verð 27,9
Stærð 181
Tegund Atv.
Verð per fm 154
Skráð 6.3.2023
Fjarlægt 24.3.2023
Byggingarár 1900
mbl.is

Finnbogi Kristjánsson lögg. fasteignasali co FRÓN fasteignamiðlun sýnir eignina s. 897-1212. finnbogi@fron.is

Um er að ræða 181 fm atvinnuhúsnæði parhús. Annað er 80,2 fm með möguleika á íbúð á efri hæð. Eldra húsið byggt upphaflega árið 1900. Sambyggt verslunarhús um 100,8 fm, byggt árið 1989, sem saman stendur af sal. Þar er rekið veitingahús, kaffihús og bar. Eldhúsaðstaða og tvennar snyrtingar eru í rýminu. Gengt er út á rúmgóða verönd sem snýr niður að sjó. Samtals fm eru þetta 181 fm. Húsið hentar vel fyrir athafnafólk eða fjölskyldu með rekstur. 

Eldra húsið. Á neðri hæð er verslunarrými með háum gluggum. Þar hefur verið rekin ísbúð. Vinnurými og lagerrými er innaf.  Þar er einnig starfsmannarými og herbergi / skrifstofa með sér inngangi. Á efri hæðinni er risloft. Þar er mögulega hægt að innrétta íbúð og aðra á neðri hæð. Hluti af gluggum í eldra húsi eru nýlegir og glerjaðir. Skipt hefur verið um þak á eldra húsi og endurnýjað járn. Einnig hefur verið skipt um stoðviði inn á milli að hluta. Allir bjálkar frá uppruna húss hafa verið nýttir við uppbyggingu hússins með viðbótum. Leggja þarf vinnu og efni til að ljúka því. Húsið fellur undir húsfriðunarlög og hægt er að sækja um styrk út á það. 

Veitingarhúsið er rúmgott og er með góðum sal, sem er hátt til loftsHáir gluggar sem snúa út að Austurvegi, sést vel mannlífið úti á götu. Eldhús með eldunartækjum, vöskum og vinnuborði m.m. Í þessu rými er rekin bar og veitingarhús með gilt rekstrar- og vínveitingarleyfi fyrir 40 manns
Vínbar við enda. Tvennar snyrtingar eru innaf sal. Skúringakompa með tengt fyrir þvottavél. Samkomulag er um að fá rekstrartæki og tilheyrandi lausafé keypt sér. 
Húsið er klætt með sléttu efni að utan og ,,steníplötum". Hægt er að ganga út á stóra timburverönd ( 30 fm) sem snýr að Lóninu og með útsýni. Þar hafa verið borð og stólar. Á milli húsanna er tengibygging sem er nýtt sem vinnuaðstaða og lagerpláss. Hægt er að ganga á milli húsa. Húsin standa rúmgóðri lóð, sambyggð, staðsett á ,,besta stað í bænum", niður við Lónið.

Húsin er byggð úr timbri á steinsteyptri plötuGott aðgengi er að húsunum og næg bílastæði fyrir framan húsið. Þar hafa verið sett borð út sem viðskiptavinir nýta sér á góðviðrisdögum. Gott pláss er á grasivaxinni lóð sem liggur meðfram sjávarkambi. Húsinu tilheyrir 907,0 fm leigulóð. Gólf eru steinsteypt og timburgólf. 

Sérstaða er saga eldra hússins, ( Gamla bókabúðin) staðsetning, nálægði við sjó, stutt frá hafskipabryggju og tenging við mannlíf gerir lóðina eftirsótta. Möguleiki fyrir verktaka er að rífa veitingarhúsið og tengibyggingu. Byggja svo upp þrjú til fjögur íbúðarhús í staðin? Það mun auka verulega verðmætið. Lóðin er ekki á hættusvæði. 

Skipulag: Samkvæmt opinberum mælingum FMR skiptast eignirnar, þannig að 80,2 fm eru hæð og ris. Svo er 100,8 fm verslunarhús. Heildar fm eru þá 181 fm.  Húsin eru byggð árið 1900 og 1989. Sér inngangur er í hvort hús. Auk þess er hægt að ganga út á verönd sjávarmegin frá veitingahúsi og n.h á eldra húsi. 



Finnbogi Kristjánsson lögg. fasteigna- skipa og fyrirtækjasali og lögg. leigumiðlari hefur starfað við fasteignasölu í rúm 37 ár og er eigandi af FRÓN fasteignamiðlun. Sérhæfing í sölu og veðmötum á fasteignum. Einnig í fjármálum heimilanna, rekstri smærri fyrirtækja, sölu fasteigna, skipa, lands og bújarða
 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33
Mynd 34
Mynd 35
Mynd 36
Mynd 37
Mynd 38
Mynd 39
Mynd 40
Mynd 41
Mynd 42
Mynd 43
Mynd 44
Mynd 45
Mynd 46
Mynd 47
Mynd 48
Mynd 49
Mynd 50
Mynd 51
Mynd 52
Mynd 53
Mynd 54