Hraunás 10, 210

Fjarlægð/Seld - Eignin var 43 daga á skrá

Verð 169,9
Stærð 268
Tegund RaðPar
Verð per fm 635
Skráð 14.12.2022
Fjarlægt 27.1.2023
Byggingarár 2001
mbl.is

Miklaborg kynnir: Virkilega glæsilegt 267,5 fermetra parhús á tveimur hæðum með fjórum svefnherbergjum, glæsilegum stofum, þremur baðherbergjum og innbyggðum bílskúr á frábærum útsýnisstað innst í götu við Hraunás í Garðabæ. Verulega aukin lofthæð er á efri hæð hússins. Gólfsíðir gluggar að hluta í stofum á efri hæð með og mjög stórar svalir til suðurs og vesturs. Glæsilegt útsýni er úr stofu og af svölum. Fallegur og gróinn garður með stórri viðarverönd. Hellulagt bílastæði með hitalögnum er fyrir framan húsið og þrjú hellulögð gestastæði eru þar við hliðina. Nánari upplýsingar veitir Óskar í gegnum netfangið ohb@miklaborg.is eða í síma 691-1931

Lýsing eignar: Efri hæð: Forstofa: flísalögð og björt. Innri forstofa: flísalögð og með fataskápum. Gestasnyrting:  flísalagt gólf og mosaiklagðir veggir. Vaskborð með frístandandi vaski á og skúffum undir. Fastur spegill á einum vegg í gestasnyrtingu. Samliggjandi stofur: mjög stórar, bjartar og glæsilegar með mjög mikilli lofthæð og innfelldri lýsingu í loftum. Mjög fallegur arinn er í stofum. Úr stofum er fallegt útsýni yfir hraunið, að Álftanesi, út á sjóinn og að Snæfellsjökli.  Úr stofum er einnig útgengi á mjög stórar og skjólsælar svalir til suðurs og vesturs. Eldhús: opið við stofu að hluta, flísalagt og með góðri borðaðstöðu með föstum leðurklæddum bekk á einum vegg. Vandaðar hvítar innréttingar og eyja með helluborði og háfi og vönduð tæki í eldhúsi, þ.m.t. innbyggð uppþvottavél. Granít er á borðum innréttingar og eyju. Úr eldhúsi er útgengi á sömu svalir og úr stofu.

Neðri hæð: Gengið er úr holi efri hæðar hússins niður á neðri hæð um steyptan parketlagðan stiga með mjög fallegu handriði úr stáli, gleri og viði. Sjónvarpshol: rúmgott, parketlagt og með föstum hillum og vinnuborði.  Úr sjónvarpsholi er útgengi á skjólsæla viðarverönd til suðurs og vesturs með skjólvegg og þaðan á lóð. Hjónaherbergi: stórt, parketlagt og með fataskápum. Innaf hjónaherbergi er rúmgott baðherbergi, flísalagt gólf og mosaiklagðir veggir. Vaskborð með frístandandi vaski og skúffum undir, fastur spegill á einum vegg, handklæðaofn og stór mosaiklögð sturta. Barnaherbergin: eru þrjú öll rúmgóð með parketi á góflum. Baðherbergi: flísalagt gólf og mosailagðir veggir að hluta, baðkar, vegghengt wc og vaskborð með frístandandi vaski og skúffum undir. Fastur spegill . Þvottaherbergi: mjög stórt og veglegt, flísalagt og með miklum innréttingum með vaski og vinnuborði. Í hluta þvottaherbergis er fataherbergi með góðum innréttingum. Bílskúr: er flísalagður í gólf, hiti, rafmagn og rennandi heitt og kalt vatn og miklir skápar. Þakgluggi, gluggar og göngudyr eru á bílskúr. Lóðin: er fullfrágengin og glæsileg en viðhaldslítil með verönd, tyrfðri flöt og trjágróðri neðan við hús, bílastæðum og stéttum fyrir ofan hús og viðarveröndum með steyptum skjólveggjum norðvestan við húsið.

Nánari upplýsingar veitir Óskar H. Bjarnasen, lögmaður og löggiltur fasteignasali í síma 691-1931- ohb@miklaborg.is

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33
Mynd 34
Mynd 35
Mynd 36
Mynd 37
Mynd 38
Mynd 39
Mynd 40
Mynd 41
Mynd 42
Mynd 43
Mynd 44
Mynd 45
Mynd 46
Mynd 47
Mynd 48
Mynd 49
Mynd 50
Mynd 51
Mynd 52
Mynd 53