Fitjahlíð 38, 311

Fjarlægð/Seld - Eignin var 6 daga á skrá

Verð 45,0
Stærð 56
Tegund Sumarhús
Verð per fm 805
Skráð 24.4.2024
Fjarlægt 1.5.2024
Byggingarár 1970
mbl.is

Borg fasteignasala kynnir: Til sölu einstakt sumarhús í Fitjahlíð við Skorradalsvatn, húsið er fyrir neðan veg við vatnið. Fyrsta sumarhúsið í Fitjahlíð, „handsmíðað“ á síðustu öld. Húsið er á tveimur hæðum, þrjú svefnherbergi á aðalhæð, stofa, eldhús, baðherbergi og svefnlofti. Á neðri hæð er verkstæði og gestaherbergi. Bátaskýli og því fylgir einstakur „handsmíðaður“ viðarhraðbátur.
Sérlega vandaður bústaður og mjög góðu standi.

 
Skorradalurinn er rómaður fyrir veðursæld sumar, vetur, vor og haust. Stuttur akstur er frá höfuðborgarsvæðinu, umhverfið er fallegt og fjölskylduvænt, stutt er í alla þjónustu. Fitjahlíðin er einstök og húsin fyrir neðanveg eru umkringd trjám alveg niður að vatni.
Húsið er neðan við veg við vatnið það var byggt á árunum fyrir 1970, bátaskýlið var byggt árið 1976.
 
Nánari lýsing: Umhverfis húsið er verönd og gengið er inn á austur hlið.
Gengið er inn á efri hæð, þar eru þrjú herbergi, baðherbergi, stofa/borðstofa, eldhús og svefnloft.
Fremst er lítið herbergi með koju. Baðherbergið er með innréttingu og þar er baðkar, það fyrsta í dalnum, ekki var algengt í sumarhúsum að hafa baðkar eða rennandi vatnssalerni. Örugglega það fyrsta í dalnum.
Eldhúsið er hefðbundið með innréttingu til beggja handa og frá eldhúsi er stigi upp á svefnloft.
Tvö rúmgóð svefnherbergi eru í vestur hlutanum, bæði með stórum gluggum og sérsmíðum rúmum. Borðstofa og stofa eru í rúmgóðu alrými, stórir gluggar til suðurs með óborganlegu útsýni út á vatnið.
Húsið er panelklætt að innan og eikarparket er á öllum gólfum.
Á neðri hæð er gestaherbergi og verkstæði, þar er hitakúturinn.
Meðfram húsinu er verönd, að sögn eiganda þarfnast hluti verandarinnar lagfæringar.
Gróinn skógur er allt í kringum húsið. 
Samkvæmt HMS er húsið skráð 55,9 fermetrar að stærð.
Bátaskýlið er vel byggt eins og bústaðurinn, þess má geta að gólfið í bátaskýlinu er parketlagt og skýlið sem nýtt.
Handsmíðaður hraðbátur með utanborðsmótor fylgir með í kaupunum. Ekki verða byggð fleiri bátaskýli en þau sem eru nú við Skorradalsvatn.
Fitjahlíðin er í landi Fitja og sem er fyrsta sumarhúsabyggðin í Skorradal. Sumarhús eru ýmist fyrir ofan veg eða neðan. Bílastæði eru í vegkanti og göngustígur niður að húsinu.
Í húsinu er kalt vatn og hitakútur, allt lagt í frostþolnu umhverfi. Rekstrarkostnaður, rafmagn,vatn og hita m.v. 12 mánuði er að sögn eiganda um kr. 15.000.- á mánuði. Lóðarleiga er rúmlega kr. 100.000.- á ári. Gott samstarf er við landeigendur.
Vatnsveita er í eigu húseigenda.
 
Húsið er byggt af fyrri eiganda sem var byggingarmeistari, er það í alla staði vandað og traust. Einstakt sumarhús fyrir fagurkera.
 
Nánari upplýsingar: Gunnlaugur Þráinsson, löggiltur fasteignasali. Sími 844 6447 – gunnlaugur@fastborg.is
 
 

 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14