Skyggnisbraut 2, 113

Fjarlægð/Seld - Eignin var 12 daga á skrá

Verð 76,9
Stærð 120
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 643
Skráð 17.6.2023
Fjarlægt 30.6.2023
Byggingarár 2016
mbl.is

RE/MAX -Sigrún Gréta kynnir 4ra herbergja þakíbúð á 5. hæð í lyftuhúsi í Úlfarsárdal í Reykjavík. Íbúðinni fylgir rúmgott stæði í lokaðri bílageymslu. Sér geymsla er framan við bílastæði.  Aukin lofthæð er í íbúðinni og tvennar stórar svalir. Dásamlegt útsýni af svölum til suðurs í átt að Bláfjöllum. Göngufæri er í Dalskóla (leik- og grunnskóli) og nýja sundlaug, íþróttamiðstöð og bókasafn. Einnig eru fínir hjólastígar og Úlfarsfell og náttúran í bakgarðinum. 

Eignin skiptist í forstofu, stofu, eldhús, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og geymslu. Eignin er skráð hjá Þjóðskrá Íslands 119,6 m2. Stæði í bílageymslu er ekki inni í fermetratölu.

Söluyfirlit má nálgast hér
Nánari lýsing:
Forstofa er inn af snyrtilegri sameign með lyftu og nýlegum teppum. Myndavéladyrasími. Innan íbúðar er parket sem flæðir um flest rými íbúðar. Forstofuskápur. 
Eldhús er með HTH innréttingu (hvíttuð eik) með borðplötu úr plasthúðuðum spón. Á vegg eru efri og neðri skápar með hvítum flísum á milli. AEG tæki. Eldhús og stofa eru í opnu rými.
Stofa er stór og björt með útgengi út á tvennar rúmgóðar svalir til suðurs og austurs. Útsýni yfir hverfið og til Bláfjalla. Parket á gólfi stofu.
Svalir eru tvær aðskildar, en snúa í sömu átt. Samtals 34,3 m2 að stærð skv. eingaksiptayfirlýsingu. Svalargólf er hellulagt. Í sumar verður svalargólf lagað þar sem borið hefur á röngum halla.
Herbergi I er mjög rúmgott með stórum fataskápum. Tveir gluggar með opnanlegum fögum. Parket á gólfi.
Herbergi II er með tvöfölum fataskáp og er nýtt í dag sem sjónvarpsherbergi. Parket á gólfi.
Herbergi III er með tvöföldum fataskáp. Parket á gólfi.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með dökkum flísum á gólfi og ljósum upp veggi. Rúmgóð sturta með gleri, upphengt salerni, skápur og borð undir handlaug. Spegill með ljósi ofan borðplötu.
Þvottahús er inn af baðherbergi. Flísalagt gólf.
Bílastæði í lokaðri bílageymslu í kjallara. Einstaklega rúmgott stæði með súlum beggja megin við. Myndavélakerfi er í bílakjallara.
Geymsla er sér og er beint framan við bílastæði íbúðar. Geymlan er 10,9 m2 og er númer 0016 skv. eignaskiptayfirlýsingu. 
Hjóla- og vagnageymsla er í sameign á 1. hæð.

Fasteignamat 2024: 82.250.000 kr.

Dalskóli
Dalslaug
Íþróttasvæði FRAM
Borgarbókasafnið-menningarhús

Allar frekari upplýsingar um eignina veitir Sigrún Gréta í síma 864-0061 / sigrun@remax.is 

-Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Sigrún Gréta löggiltur fasteignasali í síma 864 0061 eða sigrun@remax.is


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila. Reiknast af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald eftir gjaldskrá lánastofnunar. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.-

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26