Sunnusmári 25, 201

Fjarlægð/Seld - Eignin var 29 daga á skrá

Verð 86,9
Stærð 102
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 851
Skráð 27.3.2024
Fjarlægt 26.4.2024
Byggingarár 2020
mbl.is

Sunna fasteignasala kynnir eignina Sunnusmári 25, 201 Kópavogi, nánar tiltekið eign merkt 0501, fastanúmer 250-7318.

Glæsileg íbúð fyrir **60 ára og eldri. Íbúðin er 102,1 fm að stærð og er þriggja til fjögurra herbergja á 5. hæð. Tvennar svalir fylgja eigninni, þar af eru stærri svalirnar yfirbyggðar að fullu. Þá fylgir henni sérmerkt bílastæði í bílageymslu merkt B46, innbyggður ísskápur og uppþvottavél frá Gorenje. Gólfhiti er á baðherbergi og allt rafkerfi frá Gira, þá er mynddyrasími en hann er með GSM-tengingarmöguleika, auk þess eru fjölmargar uppfærslur í íbúðinni sem eigendur létu bæta við, s.s. viðbót við innréttingu í þvottahúsi og breytingar á fataskápum. Virkilega vel búin og falleg eign með vönduðum innréttingum frá Axis, hreinlætistækjum frá Tengi og eldhústækjum frá Gorenje. 
**Eignin getur verð afhent í fyrsta lagi þann 1. ágúst 2024.


Íbúðin sjálf er 94,7 fm ásamt 7,4 fm geymslu og bílstæði í bílakjallara. Húsið er klætt með Cembrit (sementsklæðningu) og litaðri álklæðningu, með ál/tré gluggum og er húsið því viðhaldslítið. Allir innveggir eru hlaðnir eða staðsteyptir. Grunnkerfi fyrir rafbílahleðslu er uppsett í bílakjallara.

Nánari lýsing:
Komið er inn í forstofu með tvöföldum fataskáp og útdraganlegu fatahengi.. 
Á hægri hönd er baðherbergi með sturtu og glerþili, niðurfallsrist er upp við vegg. Hreinlætistæki í sturtu er hitastýrt með sturtustöng og handsturtu frá Tengi. Hvít innrétting frá Axis er á baðherberginu, speglaskápur, handlaug frá Tengi með einnar handar blöndunartæki frá Mora, vegghengdu salerni með innbyggðum vatnskassa og hvítum þrýstihnappi á vegg frá Tengi. Flísar eru á gólfi og á veggjum en eigendur bættu við þá flísalögn sem var fyrir hendi þegar íbúðin var afhent af hálfu byggingarverktaka. Gólfhiti er í gólfum.
Við hlið baðherbergis er mjög rúmgott flísalagt þvottahús með innréttingu frá Axis fyrir þvottavél og þurrkara, vask og góðum efri og neðri skápum. Flísalagt er á milli skápa í innréttingu. Þá er gólfsíður skápur við hlið hurðar en eigendur bættu honum við. Gólfhiti er í gólfum.
Hinum megin við ganginn eru tvö svefnherbergi, bæði með skápum og góðum útdraganlegum hengjum og skúffum. Hjónaherbergið er ívið stærra og er það með tengi fyrir sjónvarp. Í hjónaherberginu eru fjórfaldir fataskápar en í auka herberginu er einfaldur skápur með útdraganalegu hengi fyrir fatnað. Íbúðinni fylgja auka skúffur fyrir fataskápana sem eru ekki í notkun. 
Eldhús er með innréttingu frá Axis, hvítum neðri skápum og efri skápum úr eik, flísum á milli skápa, ljósri borðplötu úr Quartz og vönduðum eldhústækjum af gerðinni Gorenje, en vifta/gufugleypir er þó af gerðinni Simens en eigendur uppfærðu viftuna. Þá er span helluborð og blástursofn með burstaðri stáláferð. Útgengt er út á aðrar af tveimur svölum sem fylgja íbúðinni út frá eldhúsi. 
Eldhúskrókur, rúmgóð stofa og borðstofa er opin við eldhús en á teikningu er hægt að hafa þriðja svefnherbergið í stað svo rúmgóðrar stofu. Frá stofu er útgengt út á stórar, yfirbyggðar svalir sem eru góð framlenging á íbúðinni. Rafmagnstenglar eru á svölunum. 
Á gólfum íbúðarinnar er harðparket en flísar á votrýmum. 

Þetta er vönduð og falleg eign með góðu geymsluplássi, bílastæði í bílakjallara í nýlegu húsi með afar snyrtilegri sameign. 

Nánari upplýsingar veitir Marta Jónsdóttir, lögfræðingur og lögg.fasteignasali, í síma 8633445 eða í tölvupósti; marta@sunnafast.is.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Sunna fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24