Furugrund 60, 200

Fjarlægð/Seld - Eignin var 25 daga á skrá

Verð 42,9
Stærð 94
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 458
Skráð 5.5.2020
Fjarlægt 30.5.2020
Byggingarár 1974
mbl.is

4ra herbergja íbúð á 2.hæð. Laus til afhendingar við kaupsamning. Uppgert baðherbergi og eldhús.  Falleg eign í snyrtilegu fjölbýli með Fossvogsdalinn í göngufæri. 

Eignin skiptist í: Forstofu, eldhús, stofu, tvö svefnherbergi í íbúð, baðherbergi, sér herbergi í kjallara. Sameignlegt þvottahús og sér geymslageymslu. 
Íbúðin er 75,4fm. herbergi niðri 12,1fm. Geymsla, 6,2fm. Samtals 93,7fm


Nánari lýsing: 
Forstofa: með parketi á gólfi.
Eldhús: með fallegri rauðri og hvítri glans innréttingu með efri og neðri skápum, bakarofn í vinnuhæð og tengi fyrir uppþvottavél. Keramik helluborð og háfur. Eldhúskrókur með rauðum legubekkjum og borði. Flísar á gólfi.
Stofan: er með plastparketi á gólfi. Gengið er út á svalir frá stofu sem snúa í suður.
Svefnherbergin: eru tvö með fataskápum inn íbúð og parketi á gólfi. Eitt herbergið er í kjallara hússins
Baðherbergið:  hefur verið gert upp á snyrtilegan máta. Flísalagt í hólf og gólfer með innréttingu undir og við handlaug, baðkari, upphengdu salerni, handklæðaofni.

Þvottahús: er sameiginlegt í kjallara hússins þar sem hver er með sína þvottavél
Sérgeymsla: er í kjallara, er ekki skráð hjá fasteignamati. 

Bílasæði er merkt viðhúsið,
Hjóla- og vagnageymsla: sameiginleg í kjallara.

Frekari upplýsingar veitir Guðrún Antonsdóttir fasteignasali í síma 621-2020 eða á gudrun@fastborg.is
 
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. BORG fasteignsala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila, (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt kr. 50.000 - 75.000. Sjá nánar á heimsíðum lánastofnanna.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu samanber kauptilboð.




 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17