Maríugata 9 Íb. 205, 210

Fjarlægð/Seld - Eignin var 3 daga á skrá

Verð 95,9
Stærð 126
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 763
Skráð 24.1.2023
Fjarlægt 27.1.2023
Byggingarár
mbl.is

Eignamiðlun kynnir:

* Bókið einkaskoðun  - Við sýnum samdægurs *
Nánari upplýsingar veita:
Herdís í síma 694-6166  herdis@eignamidlun.is
Ragnhildur í síma 861-1197 ragnhildur@eignamidlun.is
Anna í síma 849-0575  anna@eignamidlun.is
Bjarni í síma 895-9120 bjarni@eignamidlun.is


Eignamiðlun kynnir með stolti fallegar og vandaðar íbúðir frá ÞG Verk (ÞG verktakar).
Maríugata 9, íbúð 205 er 125,4 fm falleg fjögurra herbergja íbúð með svölum til austurs.

Eignin er íbúð á 2. hæð mathlutans, merkt 0205, birt stærð 119 fm. Eigninni fylgir 6,4 fm geymsla og 23 fm svalir til austurs.

Innréttingar í eldhúsi og á baði eru frá þýska framleiðandanum Nobilia og fataskápar eru frá GKS. Nobilia er með framleiðslu í einni fullkomnustu innréttingaverksmiðju í heiminum í dag og framleiðir innréttingar eftir ströngum gæðakröfum. Innréttingarnar eru með ljúflokun á skúffum og skápum.

Í Maríugötu 11 eru skápahurðir í litnum Sand en í Maríugötu 9 eru efri skápar svartir en aðrir eldhússkápar eru með dökkri viðaráferð. Lýsing er undir efriskápum í eldhúsum. Borðplötur eru úr efni sem er slitsterkt og endingargott, með vönduðum kantlímingum, sambræddum með laser tækni.

Eldhús skilast með tækjum og búnaði frá Bosch, span-helluborði, blástursofni, uppþvottavél og innbyggðum kæliskáp. Viftur eru ýmist í efri skáp, nema þar sem eru vegg eða eyjuháfar frá Faber (Húsasmiðjan), allar viftur eru uppsettar með kolasíu. Neðri skápar á baði eru með skúffu, efri skápar eru með spegli. Fataskápar eru hvítir.

Baðherbergis- og þvottahúsgólf eru flísalögð sem og veggir inni í sturtu en aðrir veggir málaðir í ljósum lit. Laufen Salernisskálar eru upphengdar með innbyggðum vatnskassa í vegg. Sturtur eru þreplausar með flísalögðum botni og hertu sturtugleri. Handlaugar eru Roca, stálvaskur í eldhúsi er Reginox, blöndunartæki eru frá Damixa og hitastýrð sturtutæki. Þvottahús eru ýmist innan baðherbergja eða í sér rými.

ÞG verktakar búa yfir 24 ára reynslu á byggingarmarkaði. Sá sem byggir skiptir öllu máli.
Það er á þeim grunni sem ÞG Verk hefur starfað og mun áfram starfa um ókomna tíð.  


Húsin eru vel staðsett steinsnar við Urriðaholtsskóla, sem er grunn- og leikskóli hverfisins. Einn besti golfvöllur landsins (Oddur) er í göngufæri og sömuleiðis útivistarsvæðin í Heiðmörk, Vífilstaðarhrauni og við Urriðavatn. Efst á Háholti er gert ráð fyrir blandaðri byggð íbúða og þjónustu s.s verslun, heilsugæslu, skólum og íþróttamannvirkjum.
Allar nánari upplýsingar á heimasíðu verkefnisins: 
https://tgverk.is/mariugata9-11/

STÆRÐIR: 55 fm. – 195,2 fm. 2ja, 3ja, 4ra og 5 herb. Að auki fylgja bílskúrar nokkrum íbúðum.

HÚSIÐ
: Húsið stendur við Maríugötu sem er efst í Háholti í Urriðaholtshverfi í Garðabæ. Húsið er byggt í samræmi við nútímaþarfir og kröfur. Allar íbúðir hafa svalir eða sérafnotareit. Burðarkerfi hússins verður steinsteypt fyrir utan veggi á 5 hæð, þeir eru byggðir úr CLT einingum. Útveggir eru einangraðir að utan, klæddir með báru-álklæðningum eða sléttum-álklæðningum sem tryggir lágmarks viðhald hússins. Gluggar eru ál/tré kerfi og glerjaðir með K-gleri.

FRÁGANGUR ÍBÚÐA: Íbúðirnar afhendast  án megingólfefna en á baðherbergi og þvottahúsi eru fallegar flísar með hlýlegt og tímalaust útlit. 

GARÐURINN: Húsunum verður skilað fullbúnum með malbikuðum svæðum, hellulögn og túnþökum. Inngangar verða steyptir og/eða hellulagðir. Sameiginleg garð- og leiksvæði verða útfærð í samræmi við lóðarhönnun, tæki eða búnaður fylgir ekki. Þökulögð svæði verða frágengin og gróðurbeð mótuð en gróður fylgir ekki.

BÍLSKÚRAR: Með nokkrum íbúðum fylgir bílskúr. Þak er hefðbundið sperruþak klætt með lituðu alusink, einangrað milli sperra. Gifs í lofti eða sambærilegt. Hörmann bílskúrshurðar. Vaskur fylgir bílskúrum.

AFHENDING: Íbúðirnar eru til afhendingar júní-júlí 2023 eða við öryggisúttekt.
* Íbúðum verður skilað án gólfefna, fyrir utan gólf á baðherbergjum og í þvottahúsum sem eru flísalögð.
* Kaupendur greiða skipulagsgjald þ.e 0,3% af endanlegu brunabótamati þegar það verður innheimt. 
* Seljandi hefur heimild til að breyta eignaskiptasamning sé þess þörf en þó án þess þó að rýra eignarrétt kaupanda. 
* Ef misræmi er milli arkitektateikninga og innréttingateikninga þá eru innréttingateikningar þær sem gilda og eru þær áritaðar og hluti samningsins.
* Eignin afhendist samkvæmt meðfylgjandi skilalýsingu og er áætluð afhending júní 2023 með þeim fyrirvara að öryggisúttekt sé komin á húsið. 
 
Nánari upplýsingar veita:
Herdís í síma 694-6166  herdis@eignamidlun.is
Ragnhildur í síma 861-1197 ragnhildur@eignamidlun.is
Anna í síma 849-0575  anna@eignamidlun.is

 

.
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum. 

Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.

Heimasíða Eignamiðlunar

Eignamiðlun á Facebook

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5