Eskiás 1 íb. 203, 210

Fjarlægð/Seld - Eignin var 17 daga á skrá

Verð 66,9
Stærð 70
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 953
Skráð 21.11.2022
Fjarlægt 9.12.2022
Byggingarár 2022
mbl.is

Eignamiðlun kynnir:

Eskiás 1A, íbúð 02-03 er 70.2 fm 3 herbergja íbúð í nýju litlu fjölbýli á mjög góðum stað í Garðabæ. Íbúðin er björt og falleg með svölum sem snúa inn í skjólríkan innigarð. Stofa og eldhús eru samliggjandi með stórum gluggum sem veita góða birtu. Íbúðin er tilbúin til afhendingar við kaupsamning.

Bjarni T. Jónsson lg. fs. sími 895-9120, bjarni@eignamidlun.is
Birgir V. Birgisson. nemi til lögg. 694 8474 birgir@eignamidlun.is


Smelltu hér fyrir söluyfirlit

Birt flatarmál er 70.2 fm, með geymslu sem er innan íbúðarinnar. Bílastæði eru á lóð og gert er ráð fyrir nokkrum fjölda hleðslustæða. Svalir eru út frá stofu. 
Íbúðin skiptist í :forstofu/anddyri, eldhús og stofu, 2 svefnherbergi og baðherbergi með þvottaaðstöðu. Sérgeymsla er innan íbúðarinnar og sameiginleg hjóla og vagnageymsla í sameign.

Innréttingar og hurðir: Innréttingar í eldhúsi eru af vandaðri gerð frá NOBILIA og fataskápar frá Trésmiðju GKS. Innihurðir eru hvítlakkaðar yfirfeldar hurðir (Jeld-Wen Moralt).
Baðherbergi/þvottahús: Baðherbergi/þvottahús eru forframleidd og hífð inn í hús samhliða uppsteypu húsanna. Söluaðili baðherbergjanna er Wilbergs/Bitter ehf. (Parki) og eru þau hönnuð af Boxen samkvæmt norskum stöðlum. Mikið er lagt upp úr vönduðum frágang og er allt efni og búnaður af þekktri og viðurkenndri gerð.
Svefnherbergi: Rúmgóð og björt með fataskápum.
Geymsla: Sér geymsla er innan íbúðar.
Heimilistæki: Í eldhúsi er blástursofni, spanhelluborð og innbyggður ísskápur frá Whirlpool sem þjónustað er af Heimilistækjum. 
Hreinlætistæki: Öll hreinlætistæki eru að vandaðri gerð frá Grohe. Á baðherbergjum eru tækin krómlituð en í eldhúsi eru vaskur og blöndunartæki svört 
Gólfefni:Íbúðin er flotuð nema á baðherbergi en þar er gólfið flísalagt.  
Slökkvitæki og reykskynjari fylgja hverri íbúð. Dyrabjalla og póstkassi er við hvern sérinngang.
Frágangur utanhúss: Útveggir eru einangraðir að utan og klæddir með svartri álbáru, kopargrænum sléttum plötum (Alpolic FR 4mm) og jarðlituðum sementsplötum (Equitone). Allt klæðningarefni og undirkerfi klæðninga kemur frá Málmtækni.Svalahandrið eru úr stáli klætt lóðréttum bambus renningum. Útiljós og rafmagnstengill er á svölum.
Frágangur lóðar: Lóðin er fullrágengin með skjólríkum innigarði. Megin göngustígar eru ýmist hellulagðir eða steyptir og grassvæði þökulögð.  
Rafbílahleðsla: Gert var sérstaklega ráð fyrir fjölda rafhleðslustæða og er möguleiki á því að fjölga þeim þegar þörf krefur.
Staðsetning: Stutt í þjónustu svo sem skóla, leikskóla og íþróttasvæði Stjörnunnar í Ásgarði, matvöruverslanir og aðra þjónustu.  

Allar nánari upplýsingar gefa Bjarni T. Jónsson lg. fs. sími 895-9120, bjarni@eignamidlun.is
Birgir V. Birgisson. nemi til lögg. 694 8474 birgir@eignamidlun.is

 

Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum. 

Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.

Heimasíða Eignamiðlunar

Eignamiðlun á Facebook


Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19