Ljósheimar 14-18, 104

Fjarlægð/Seld - Eignin var 14 daga á skrá

Verð 58,9
Stærð 88
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 671
Skráð 16.4.2022
Fjarlægt 1.5.2022
Byggingarár 1965
mbl.is

 


Heimili fasteignasala kynnir í einkasölu:  Ljósheimar 14-18 - vel skipulögð og björt 4ra herbergja íbúð á áttundu og efstu hæð hússins. Stórglæsilegt útsýni yfir borgina til suðurs og vesturs. Eign í vönduðu fjölbýlishúsi með tveimur lyftum á eftirsóttum stað miðsvæðis í Reykjavík.

Gengið er inn í íbúðina af svalagangi þar sem nýlega er búið að setja gler/svalalokanir. Komið er inn í anddyri með flísum á gólfi. Stórt og bjart opið flísalagt rými sem er í senn eldhús, stofa og borðstofa. Gengið út á svalir með einstöku útsýni yfir borgina, gólfsíðir gluggar auka enn á útsýnið.  Tvö barnaherbergi með parketi.  Rúmgott hjónaherbergi með fataskápum, parket á gólfi og útgangur út á sömu svalir og frá stofunni. Baðherbergi með flísum, innrétting undir vaski og baðkar. Tengi er fyrir þvottavél og þurkara í anddyri.

Í sameign er hjóla/vagnageymsla, sérgeymsla íbúðar og sameiginlegt þvottahús með tækjum í eigu húsfélagsins. Sameign hússins er öll hin snyrtilegasta. Á jarðhæð er sameiginleg forstofa og hol þar innaf. Rafmagnsopnun er á útidyrahurðum. Eftirlitskerfi er í sameiginlegri forstofu og geymslugöngum á jarðhæð. 

Íbúðin er frekar slitin að innan, gólfefni og innréttingar. Einnig þarf að laga svalahurð o.fl. Húsið er nýlega viðgert að utan að stórum hluta.  Þá var austurhlið hússins öll viðgerð og settar nýjar gler-svalalokanir á stigahús utan á húsinu. Búið er að endurnýja heitavatnslagnir í húsinu og endurnýja allt ofnakerfi í íbúðinni. Aðkoma að húsinu er mjög snyrtileg með hellulögn, lýsingu og góðu handriði við stiga. 

Verslunarmiðstöðin Glæsibæ, Hreyfing, Vogaskóli og Menntasólinn við Sund eru í göngufæri.  Laugardalurinn og Skeifan með fjölbreytta þjónustu eru í næsta nágrenni.   Eignin er mjög miðsvæðis og stutt í stofnbrautir.

Allar frekari upplýsingar veitir Finnbogi Hilmarsson, fasteignasali, finnbogi@heimili.is

 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33
Mynd 34
Mynd 35