Eskihlíð 8A, 105

Fjarlægð/Seld - Eignin var 6 daga á skrá

Verð 76,9
Stærð 114
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 677
Skráð 3.3.2023
Fjarlægt 10.3.2023
Byggingarár 1955
mbl.is

Guðlaugur J. Guðlaugsson löggiltur fasteignasali og RE/MAX fasteignasala kynna í einkasölu:

Björt, vel skipulögð, og mikið endurnýjuð 113,6 fm. þriggja herbergja íbúð í fjölbýlishúsi við Eskihlíð 8A, 105 Reykjavík. Húsið hefur fengið gott viðhald undanfarin ár. Íbúðin er þriggja herbergja íbúð á annarri hæð í rótgrónu hverfi.

Eignin er skráð 113,6 fm. sem samanstendur af anddyri, holi, gangi, stofu og borðstofu, eldhúsi, tveimur svefnherbergjum, baðherbergi og lítilli geymslu innan íbúðar. Sér geymsla (6,0 fm) og sameiginleg hjóla-vagnageymsla er í sameign.

Bókið skoðun hjá Gulla í síma 661-6056 eða með tölvupósti á netfangið gulli@remax.is

Smelltu á link til að skoða íbúðina í 3-D

Nánari lýsing.
Komið er inn í rúmgott og opið flísalagt/parketlagt anddyri og hol. Holið tengir saman eldhús, stofu og svefnherbergjagang. Stofa og borðstofa eru í opnu alrými sem er rúmgott og bjart með gegnheilu eikarparketi og útgengi út á vestur svalir. Eldhúsið er með flísum á gólfi og opið að holinu, gott skápapláss í innréttingu ásamt góðu vinnuplássi. Ofn er í vinnuhæð, innbyggð uppþvottavél, helluborð og vifta þar fyrir ofan. Áföst eyja við innréttingu sem hægt er að sitja við. Gert er ráð fyrir ísskáp í innréttingu. Eldhúsið er mjög bjart og rúmgott með glugga sem snýr í austurátt. Baðherbergið er flísalagt með dökkum flísum á gólfi og ljósum flísum í kringum sturtu. Stór veggspegill á einum vegg, upphengt salerni og innrétting með handlaug, skúffum og tengi og aðstöðu fyrir þvottavél. Opnanlegur gluggi er inn á baðherbergi. Hjónaherbergið er rúmgott með fataskápum,. Barnaherbergi er einnig rúmgott með fataskáp. Samstætt gegnheilt eikarparket er á gólfum íbúðarinnar fyrir utan forstofu, eldhús og baðherbergi þar sem gólf eru flísalögð. Eldhúsinnréttingar, innihurðir og fataskápar eru hvít að lit.
Hjóla-vagnageymsla er í sameign, ásamt sér geymslu sem er (6,0 fm) og sameiginlegt þvottaaðstaða og þurkherbergi. Sameign er vel um gengin. Sameiginlegur garður er snyrtilegur og með leiktækjum. Ljósleiðari er í húsinu og er aðkoman að húsinu snyrtileg og gott aðgengi að bílastæðum.

Um er að ræða flotta eign í barnvænu hverfi. Snyrtilegt umhverfi og stutt göngufæri er í leikskóla, skóla, heilsugæslu og ýmsa þjónustu. Eignin er mjög miðsvæðis og í göngufæri við miðborgina, Klambratún, Kringluna, Öskjuhlíð og Valsheimilið.

Viðhald sem hefur farið fram undanfarin ár.
Árið 2023: Þak verður málað. Í eigninni sjálfri á eftir að flota og setja upp nýtt svalahandrið en búið að greiða fyrir þær framkvæmdir og munu þær verða kláraðar um vorið.  Kostnaður við viðgerðir á íbúð vegna framkvæmda árið 2022 og 2023 voru um 2.200.000 og hefur verið greitt af seljanda.
Árið 2022, húsið var múrviðgert og málað að utan. Sömuleiðis var skipt um þakrennur. Gluggar og svalir og svalahandrið voru tekin í gegn sem voru komin á tíma.
Árið 2021, var lögn fóðruð út í götu.
Árið 2020, var geymsla í kjallara flotuð.
Árið 2019, voru frárennslislagnir og skólp endurnýjað ásamt því að drenað var við húsið.
Árið 2018, var stigagangur málaður og skipt um teppi í stigagangi.
Árið 2015, var íbúðin endurnýjuð að innan að miklu leiti í gegn. Td. var skipt um eldhúsinnréttingu baðinnréttingu, alla skápa og gólfefni að hluta til. 

Allar nánari upplýsingar gefur: Nánari upplýsingar gefur Guðlaugur J. Guðlaugsson, löggiltur fasteignasali í síma 661-6056, gulli@remax.is 

Vegna mikillar eftirspurnar vantar mig allar tegundir eigna á skrá. Hafðu samband og ég mun verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,8%, ( 0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða ) og 1.6% (ef lögaðilar) af heildar fasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölur kr. 69.900.

 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23