Austurvegur 24, 240

Fjarlægð/Seld - Eignin var 31 dag á skrá

Verð 49,8
Stærð 218
Tegund RaðPar
Verð per fm 228
Skráð 7.9.2021
Fjarlægt 8.10.2021
Byggingarár 1966
mbl.is

RE/MAX og Dagbjartur Willardsson löggiltur fasteignasali kynna, Austurveg 24a, Grindavík fnr. 209-1478.

 
Eignin Austurvegur 24A er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 209-1478, birt stærð 218.5 fm. Inni í þessum 218,5 fm er skúr  samkv. FMR 18,3fm timburgeymsla sem var á baklóð hússins en hefur verið rifinn enda orðin ónýt þegar hún var rifinn.  Húsið er steinsteypt nema þvottahús/geymsla sem er úr timri. Byggingarár er 1966. Stór bílskúr upp á 63,6 fm hefur verið breytt í íbúð með fjórum svefnherbergjum, eldhúsi og baðherbergi. Miklir möguleikgar á útleigu í bílskúrnum. Eftir er að klára klæðningu á bílskúrnum.

SMELLTU HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT YFIR EIGNINA.


Nánari lýsing:

Aðkoma: Innkeyrsla er að bílskúr og er með sandi/möl. Steypt stétt að inngangi í húsið. 

Forstofa: með flísum á gólfi.

Stofa: Rúmgóð stofa með parketi á gólfi.

Eldhús: Ný falleg dökk innrétting. Flísar á gólfi.

Herbergi: Þrjú svefnherbergi eru með parketi á gólfum og í hjónaherbergi er hvítur fataskápur.

Baðherbergi: Flísar á gólfi og veggjum. Sturtuklefi og upphengt salerni. Hvít nýleg innrétting er á baðherbergi með tvöfaldri handlaug.

Þvottahús/geymsla: Þvottahús er án gólfefna og er rúmgott og þaðan er útgengt á baklóð hússins.


 Íbúð í bílskúr: Fjögur svefnherbergi með parketi á gólfi. Eldhús með góðri innréttingu,bakaraofni, örbylgjuofni, helluborði með háfi yfir og uppþvottavél. Baðherbergi með epoxy á gólfi, sturtu, ljósri innréttingu með handlaug og upphengdu salerni.


Lóð: Sameiginleg lóð sem er tyrfð að framan en eftir er að klára lóð að baka til. 


Hús á góðum stað í nálægð við íþróttamannvirki Grindavíkur. Húsið  var málað árið 2017. Nýlegir plastgluggar sem og útidyrahurðir að framan og á bakhlið. Búið er að endurnýja lagnir bæði ofna og neysluvatnslagnir í íbúð og bílskúr. Einnig var skipt út skólpi í baðherbergi, eldhúsi og þvottahúsi sem og bílskúr og lagt í plasti út í brunn í lóð.


Allar nánari upplýsingar veitir Dagbjartur Willardsson hjá RE/MAX í s: 861-7507 eða á daddi@remax.is

Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.000 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - breytilegt, sjá gjaldskrá á heimasíðum lánastofnana.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk.

 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24