Ásakór 13, 203

Fjarlægð/Seld - Eignin var 6 daga á skrá

Verð 68,9
Stærð 104
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 666
Skráð 24.11.2022
Fjarlægt 1.12.2022
Byggingarár 2007
mbl.is

Berglind Hólm lgfs og RE/MAX kynna: Glæsileg 3ja herbergja íbúð á 4.hæð í góðu fjölbýlishúsi með glæsilegu útsýni yfir Heiðmörkina og að Bláfjöllum. Íbúðin er sérlega falleg og vel með farin. Íbúðin er með tveimur góðum svefnherbergjum, rúmgóðu baðherbergi, sér þvottaherbergi og stóru alrými með eldhúsi og stofu. í sameign er góð sérgeymsla sem fylgir íbúðinni og sameiginleg hjóla- og vagnageymsla. Fallegar hvítar innréttingar eru í eldhúsi, baðherbergi og þvottaherbergi. Góðir fataskápar með eikar rennihurðum eru í svefnherbergjum og forstofu. 
Húsið var málað, múrviðgert og þak yfirfarið árið 2018. 

Allar nánari upplýsingar veitir Berglind Hólm lögg.fasteignasali í síma 694-4000 eða berglind@remax.is

Nánari lýsing eignar:

Komið er inn í anddyri á jarðhæð vinstra megin í húsinu. Lyfta gengur frá jarðhæðinni upp á hæðina hjá íbúðinni.
Forstofa: Komið er inn í rúmgóða forstofu með gráum flísum á gólfi. Góður fataskápur með rennihurðum + tvöfaldur skápur með glerhurðum.
Eldhús: Hvít falleg innrétting með svartri borðplötu er í vinkil með góðu skápaplássi. Dökkar flísar eru á gólfi í eldhúsinu. Opið er yfir í stofurýmið frá eldhúsinu. Á milli eldhúss og sofu er borðstofa. 
Setustofa: Setustofa er með fallegu viðarparketi á gólfi. Frá stofunni er gengið út á stórar suðursvalir með glæsilegu útsýni yfir í Heiðmörk og að Bláfjöllunum. 
Baðherbergi: Baðherbergið er rúmgott með fallegum dökkkum flísum á gólfi og hvítum flísum á veggjum. Baðkar er með sturtuaðstöðu og fallegu glerskilrúmi. Hvít innrétting er undir vaski með svartri borðplöti. Speglaskápur er á vegg fyrir aftan hurð. Handklæðaofn er á vegg. 
2 x Svefnherbergi: Svefnherbergin eru tvö. Bæði herbergin eru rúmgóð með parketi á gólfi og fallegum fataskápum með rennihurðum. Lýsing er inni í skápunum þegar þeir eru opnaðir. 
Þvottaherbergi: Þvottaherbergið er sér innan íbúðar. Dökkar flísar eru á gólfi. Hvítir skápar eru á vegg og vinnuvaskur er í borðplötu. 
Geymsla: Sérgeymsla er í sameign sem er skráð 8,4 fm. 
Hjóla- og vagnageymsla er í sameign. 

Þetta er mjög björt og falleg eign þar sem er stutt í Hörðuvallaskóla og leikskólana Kór, Baug og Austurkór. Öll þjónusta í hverfinu t.a.m Krónan, Nettó, íþróttaaðstaða í Kórnum og stutt er í útivistarperlurnar Guðmundarlund, Elliðavatn og Heiðmörk. 

Allar nánari upplýsingar veitir Berglind Hólm lögg.fasteignasali í síma 694-4000 eða berglind@remax.is

 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33