Lautasmári (603), 201

Fjarlægð/Seld - Eignin var 11 dag á skrá

Verð 44,9
Stærð 105
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 427
Skráð 4.5.2018
Fjarlægt 15.5.2018
Byggingarár 1996
mbl.is

Miklaborg og Jórunn kynna Lautasmára 5 Kópavogi: Fallega 4 herbergja íbúð á 6. hæð í lyftuhúsi þar sem útsýnis nýtur við. Verktaki húss er Byggingafélag Gylfa og Gunnars ehf. Eignin er skráð hjá FMR 105,1 fm 3- 4ra herbergja íbúð með möguleika á 3. svefnherbergjum, í lyftuhúsi á þessum vinsæla og eftirsótta stað við Lautasmára í Kópavogi. Laus við samning. Nánari upplýsingar um eignina veitir Jórunn löggiltur fasteignasali í síma 845-8958 eða jorunn@miklaborg.is


color:#222222">Húsið:
 Lautasmári 5 er 32 íbúða, níu hæða steinsteypt fjölbýlishús með kjallara. Í kjallara eru geymslur íbúðanna og þrjú herbergi, ásamt sameign hjóla og vagnageymsla. á 1-8 hæð eru fjórar íbúðir á
hæð.Á 9.hæð eru herbergi þriggja íbúða . 

Nánari lýsing á eigninni: Komið er inn í sameiginlegan inngang. Þegar komið er inn í íbúðina er forstofa með fataskápum. Úr forstofu er hol sem leiðir þig í allar vistaverur íbúðarinnar. Úr holi blasir við opið sjónvarps rými, sem möguleiki er á að loka með léttum vegg og gera þar þriðja svefnherbergið. Barnaherbergið er rúmgott og bjart þar eru góðir fataskápar. Eldhúsið er fallega innréttað með innréttingu sitthvoru megin við umferðarrýmið, flísalagt á milli skápa og skápar upp í loft. Við gluggann í eldhúsi sem er V laga er góður borðkrókur. Stofan er mjög björt og falleg, úr stofu er útgeng út á rúmgóðar svalir. Úr stofu er innangengt í hjónaherbergið sem er rúmgott og bjart, þar eru góðir fataskápar. Baðherbergið er flísalagt hólf og gólf. Á baði er góð snyrtiaðstaða baðkar og upphengd sturta. Baðherbergið er innréttað í kringum handlaug, góður skápur undir handlaug og spegill fyrir ofan með ljósakappa fyrir ofan. Þvottahúsið er sér herbergin innan íbúðar með góðri vinnuaðstöðu, þar er aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara, skolvaskur og hillur. 

Gólfefni: Á baðherbergi og þvottahúsi eru flísar annars er parket á íbúðinni.

Í sameign er hjóla- og vagnageymsla. Lóðin er í sameign allra nema sérafnotaréttur íbúðum fyrstu hæðar 4m útfrá húsinu.  Sameign er öll hið snyrtilegasta.

Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Jórunn Skúladóttir löggiltur fasteignasali í síma 845-8958 eða jorunn@miklaborg.is

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% fyrstu kaup / 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila 2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.000 af hverju skjali.  3. Lántökugjald lánastofnunar eru mismunandi eftir lánastofnunum verð ca., kr 30 - 81 þúsund, ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup.  4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.

 

 

 

 

 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33
Mynd 34
Mynd 35
Mynd 36
Mynd 37