Lautasmári SELD 20, 201

Fjarlægð/Seld - Eignin var 77 daga á skrá

Verð 62,5
Stærð 86
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 725
Skráð 9.2.2023
Fjarlægt 28.4.2023
Byggingarár 1996
mbl.is

*** Eignin er SELD með hefðbundnum fyrirvara ***

Aðalsteinn Jón Bergdal lgf. og Trausti fasteignasala kynna fallega og bjarta 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýli mjög miðsvæðis í Smárahverfinu í Kópavogi . Nýbúið er að pússa upp og lakka parket í stofu og eldhúsi, leggja nýtt parket á bæði svefnherbergin, leggja nýjar flísar í anddyri og á baðherbergi. Nýtt helluborð og ofn. Stórar skjólgóðar suðursvalir. Göngufæri við verslanir, íþróttasvæði og alla helstu þjónustu. Mjög stutt í leikskóla og skóla. Góð aðkoma er að húsinu og næg bílastæði. Íbúðin er nýmáluð.


Nánari upplýsingar hjá Aðalsteini í síma 767-0777 eða á netfanginu alli@trausti.is  Fáðu frítt verðmat fyrir þína eign

Samkvæmt Þjóðskrá Íslands er eignin skráð 86,2 fm og er geymsla þar af 5,2 fm.

Nánari lýsing:
Anddyri
með nýjum flisum og innbyggðum góðum skáp.
Stofa og borðstofa björt og rúmgóð með nýpússað og lakkað parket. Útgengt á suðursvalir.
Eldhús með snyrtilegri eldri innréttingu með tengi fyrir uppþvottavél, flísar á vegg milli innréttingar og góður borðkrókur. Nýtt helluborð og ofn. Parket á gólfi sem nýbúið er að pússa upp og lakka.
Hjónaherbergi er rúmgott með góðum innbyggðum skápum og nýju parketi.
Herbergi II er rúmgott með skáp og nýju parketi.
Baðherbergi með flísar í hólf og gólf (nýjar á gólfi), baðkar með sturtu, tengi fyrir þvottavél og snyrtilega innréttingu.

Góð sérgeymsla í sameign í kjallara.
Hjóla- og vagnageymsla í sameign í kjallara.
Sameiginlegt þvottahús í sameign í kjallara.

Allar nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn Jón Bergdal, löggiltur fasteignasali, í síma 767-0777 eða á netfanginu alli@trausti.is  Fáðu frítt verðmat fyrir þína eign

Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Skoðunarskylda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19