Boðaþing 3, 203

Fjarlægð/Seld - Eignin var 75 daga á skrá

Verð 91,9
Stærð 128
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 717
Skráð 11.2.2024
Fjarlægt 26.4.2024
Byggingarár 2016
mbl.is

RE/MAX & SALVÖR DAVÍÐS Lgf. KYNNA: Fallega og vandaða 3ja herbergja íbúð á 3. hæð í vönduðu, viðhaldsléttu lyftuhúsi fyrir 55 ára og eldri með góðu útsýni, vönduðum innréttingum, góðum svölum með svalalokun, stæði í lokaðri bílageymslu. Íbúðinni fylgir sérgeymsla í sameign. Húsið er staðsett á vinsælum stað í Boðaþingi rétt við þjónustu fyrir eldri borgara í Boðanum sem er handan við götuna. Stutt er í golf, sund, verslun og aðra þjónustu sem og afar fallegt umhverfi við Elliðavatn og gönguleiðir um Heiðmörk. *** Allar nánari upplýsingar veitir:   Salvör Davíðs, lgf., í síma 844-1421 eða á salvor@remax.is ***

SMELLTU HÉR og þú færð SÖLUYFIRLIT SENT SAMSTUNDIS
SMELLTU HÉR og kíktu í heimsókn og skoðaðu þessa eign í 3-D , þrívíðu umhverfi.


Allar nánari upplýsingar veitir:
  Salvör Davíðs, lgf., í síma 844-1421 eða á salvor@remax.is

Nánari lýsing:
Eignin er í fjölbýli fyrir 55 ára og eldri og er á 3. hæð. Skv. HMS/Þjóðskrá Íslands er hún skráð 128,2 fm og samanstendur af íbúð (merkt  01-0304 - 128,4 m), sér geymslu (merkt 01-0109 - 8,7 fm) og stæði í bílageymslu (merkt - 01B06). Fallegt útsýni er íbúðinni sem samanstendur af 2 svefnherbergjum, eldhúsi, borðstofu, stofu, baðherbergi, þvottahúsi, svölum með svalalokun / glerlokun og sér geymslu (merkt 01-0109) í sameign á jarðhæð. Eitt sér merkt bílastæði eru í sameiginlegri bílageymslu Boðaþings 1-3 og er hún innangeng úr stigagangi. Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla er einnig í sameign á jarðhæð. Góður garður er umhverfis húsið og er öll aðkoma hin snyrtilegasta. Eignin tilheyrir húsfélaginu Boðaþing 1 og 3. 

Inngangur: Sameiginlegur inngangur með rafdrifinni hurð og myndavéladyrasíma.
Anddyri: Gengið er inn í gott anddyri með góðum fataskápum
Miðrými / hol: úr anddyri er komið inn í bjart og gott miðrými / hol með myndavéla dyrasíma og þaðan farið í öll önnur rými íbúðar.
Eldhús: Er opið við stofuna og er með fallegri innréttingu með efri skápum upp í loft, AEG tækjum, tengi fyrir uppþvottavél, granítborðplötum og sólbekkjum og rúmgóðum borðkrók við austurglugga með fallegu útsýni yfir Elliðavatn og fjallasýn.
Stofa / Borðstofa: Eru saman í opnu og björtu rými með góðum gluggum til suðurs með ágætis útsýni og rúmar vel setustofu, sjónvarpshol og borðstofu. Þaðan er farið út á stórar svalir (12,3 fm) með svalalokun / glerlokun, viðarflísum á svalagólfi og fínu útsýni.
Svalir: Stórar svalir (12,3 fm) með svalalokun / glerlokun, litlum rafmagnshitara, viðarflísum á svalagólfi og vegg að hluta og fínu útsýni.
Hjónaherbergi: Mjög rúmgott og bjart með fallegu útsýni og stórum fataskápum (2 tvöfaldir fataskápar)  
Svefnherbergi: Rúmgott og bjart með fallegu útsýni og fataskáp.
Baðherbergi: Flísar á gólfi og vegg að mestu, vönduð innrétting með fínu skápaplássi, granítborðplata, upphengt salerni, walk-in sturta með stóru sturtugleri niður í gólf og handklæðaofn.
Þvottahús: Rúmgött með góðri, hvítri innréttingu, upphækkun fyrir þvottavél og þurrkara með skúffum, ágætis vinnuborði með vask, rafmagnstöflu íbúðar og búnaði fyrir loftskiptieiningu íbúðar.
Hurðar: Innihurðar eru ljósar yfirfelldar eikar hurðar.
Gólfefni: Parket er á allri íbúðinni nema á votrýmum þar sem eru flísar..
Sérgeymsla:  Er í sameign á jarðhæð og er merkt 01-0109 og skráð 8,7 fm.
Sameign: Öll hin snyrtilegasta með rafdrifnum hurðum og er bæði teppalögð og með flísum á gólfi.
Hjóla- og Vagnageymsla: Í sameign á jarðhæð við lyftu.
Garður: Sameiginlegur garður með Boðaþingi 1 umlykur húsið og er hann sérlega snyrtilegur og huggulegur.

Bílageymsla: Sérmerkt bílastæði 304 (merkt - 01B06) í lokaðri bílageymslu fylgir eigninni og er það með hleðslustöð. Stæðið er vel staðsett ská við inngang í stigahús Boðaþings 3.

Íbúðin er á 3. hæð í viðhaldsléttu lyftuhúsi og er hin vandaðasta með granít borðplötum og sólbekkjum og sínu eigin loftskiptakerfi. Um er að ræða einstaklega fallega og vel skipulagða eign fyrir 55 ára og eldri á vinsælum stað í Boðaþingi við afar fallegt umhverfi við Elliðavatn og gönguleiðum um Heiðmörk. Stutt í golf, sund, verslanir og aðra þjónustu eins og fyrir eldri borgara í Boðanum handan götunnar sem bíður upp á margs konar þjónustu.

SKOÐAÐU EIGNINA Í 3D – ÞITT EIGIÐ OPIÐ HÚS ÞEGAR ÞÉR HENTAR

Allar nánari upplýsingar um eignina veitir:
    Salvör Davíðs, löggiltur fasteignasali í síma 844-1421 eða á netfangið salvor@remax.is 

Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu HÉR til að fá frítt verðmat.
Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá. Hafið samband og ég mun verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því RE/MAX skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er af heildarfasteignamati - Einstaklingar 0,8% - Fyrstu kaupendur 0,4% - Lögaðilar 1,6%.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk
__________________________
Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
Ertu í fasteignahugleiðingum? Ég kíki til þín í spjall !

Ég hef starfað við fasteignasölu í yfir áratug.
Ég legg mig fram um að veita persónulega og góða þjónustu, viðhalda góðu upplýsingaflæði og vanda vinnubrögð fyrir seljendur og kaupendur. Hjá mér færðu frítt sölumat og upplýsingar um ferlið án allra skuldbindinga.
Hafðu samband í dag!
- Salvör Davíðs, lgf í síma 844-1421 eða á netfangið salvor@remax.is 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33
Mynd 34
Mynd 35