Þykkvibær 15, 110

Fjarlægð/Seld - Eignin var 53 daga á skrá

Verð 94,9
Stærð 197
Tegund Einbýli
Verð per fm 482
Skráð 26.5.2021
Fjarlægt 18.7.2021
Byggingarár 1969
mbl.is

EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA

Gimli fasteignasala kynnir:

Fallegt og vel skipulagt 196,9 fm einbýlishús á einni hæð í grónu hverfi við Elliðaárdal. Eignin skiptist í forstofu, stofu með arni, borðstofu, 3-4 svefnherbergi, eldhús með borðkrók, baðherbergi, gestasnyrtingu, þvottahús og skála/vinnustofu ásamt bílskúr sem er 38,8 fm með þriggja fasa rafmagni. Stór gróinn garður með berjarunnum og fallegum trjám og runnum.  Í garðinum er gott verkfærahús og leikkofi fyrir börn. Í hverfinu er bæði grunnskóli og leiksskóli auk þess sem ýmis önnur þjónusta er í göngufæri. Sérlega fjölskylduvæn eign þar sem stutt er í fallega náttúru. 

Nánari upplýsingar veita Guðmunda Björnsdóttir Stackhouse, aðstoðarmaður fasteignasala í síma 792-7576,  gudmunda@gimli.is eða Kristján Gíslason, löggiltur fasteigna- og skipasali, kristjan@gimli.is

NÁNARI LÝSING:
Forstofa: Komið er inn í forstofu sem er rúmgóð, með innbyggðu fatahengi og fallegum náttúruflísum á gólfi.
Gestasnyrting: Er inn af forstofu, rúmgóð með fallegum náttúruflísum.
Hol: Úr forstofu er gengið inn í hol, þar eru sérsmíðaðar hillur og fallegar náttúruflísar á gólfi.
Eldhús: Gengið er inn í eldhús úr holi. Þar er hvít (SieMatic) innrétting á tvo vegu, borðkrókur, náttúruflísar á gólfi og opið inn í borðstofu.
Borðstofa og stofa: Borðstofan er samliggjandi stofu sem tengir saman bæði eldhús og hol.  Mjög gott flæði er í þessum rýmum og húsinu öllu. Í stofunni er fallegur arinn.
Sjónvarpshol: Er inn af holi og þaðan er gengið inn á gang með baðherbergi og svefnherbergjum. Gengið er út á hellulagða verönd úr sjónvarpsholinu.
Hjónaherbergi: Er með stórum glugga og fjórföldum fataskáp með rennihurðum. 
Svefnherbergi: Upphaflega voru fjögur svefnherbergi í húsinu en búið er að sameina tvö þeirra en einfalt er að breyta því aftur í fyrra horf. Að auki er skáli/vinnustofa nýtt sem herbergi/skrifstofa.
Baðherbergi: Er rúmgott með ljósum flísum á veggjum og náttúruflísum á gólfi. Baðkar með sturtu, vaskur og salerni.
Þvottahús: Sérinngangur er inn í þvottahúsið til hliðar við aðalinngang og þaðan inn í eldhús. Einnig er innangengt milli bílskúrs og þvottahúss.
Skáli/vinnustofa:  Er 19,4 fm skráð viðbygging sem í dag er nýtt sem skrifstofa. 
Bílskúr: Úr þvottahúsi er innangengt í 38,8 fm bílskúr. Að framan er bæði bílskúrshurð og inngönguhurð, vaskur, heitt og kalt vatn og þriggja fasa rafmagn. Bílaplan er hellulagt og með snjóbræðslu.
Garður:  Garðurinn er fallegur og gróinn á þrjá vegu með tveimur hellulögðum veröndum þar sem njóta má sólar frá morgni til kvölds.  Í garðinum er verkfærahús og fallegur leikkofi fyrir börn. Gengið er út í garð úr sjónvarpsholi og skála.
 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33
Mynd 34
Mynd 35
Mynd 36