Hjálmholt 6, 105

Fjarlægð/Seld - Eignin var 8 daga á skrá

Verð 98,9
Stærð 174
Tegund Hæðir
Verð per fm 568
Skráð 6.10.2021
Fjarlægt 14.10.2021
Byggingarár 1964
mbl.is

Miklaborg kynnir:Virkilega björt, falleg og vel skipulögð 174,1fm, 4 - 5 herbergja neðri sérhæð að Hjálmholti 6 með bílskúr, sérinngangi og tvennum svölum. Glæsileg eign í fjölskylduvænu hverfi miðsvæðis í Reykjavík. Stutt í alla helstu verslun og þjónustu. Leikskólarnir Klambrar og Stakkaborg í nágrenninu ásamt grunskólunum Háteigsskóla og Ísaksskóla. Húsið er afar vel staðsett fyrir miðjum botnlanga. Eignin skiptist í anddyri, gestasalerni, eldhús, stofu, herbergjagang/hol, 3 svefnherbergi, baðherbergi, búr, bílskúr ásamt tvennum svölum. Skv. FMR er íbúðarhluti skráður 145,4m2 og bílskúr 28,7m2. Samtals 174,1fm.

Bókið skoðun hjá Hreiðari Levý lögg. fasteignasali í síma 661-6021 eða hreidar@miklaborg.is

Nánari lýsing eignarinnar:
Anddyri: Gengið inn sérinngang. Flísar á gólfi.
Gestasalerni: Klósett, vaskur, spegill. Flísar á gólfi og veggjum.
Eldhús: Innrétting með góðu skápaplássi. Borðkrókur. Flísar á milli efri og neðri skápa. Korkur á gólfi.
Stofa: Stór, björt og opin stofa. Fallegir stórir gluggar á þrjá vegu í stofunni. Útgengt út á suðvestur svalir. Möguleiki á að opna vegg inní eldhús.
Herbergjagangur/Hol: Tengir saman stofu, eldhús og herbergi. Stór fataskápur í holi.
Búr: Innaf holi. Möguleiki að setja upp vegg og búa til auka herbergi. 
Svefnherbergi I: Parket á gólfi.
Svefnherbergi II: Parket á gólfi.
Hjónaherbergi: Rúmgott. Útgengt út á suðvestur svalir. Fataherbergi með góðu skápaplássi.
Baðherbergi: Endurnýjað að hluta. Nýtt bað með sturtu og sturtugleri, nýjar flísar í kringum bað og sturtu. Frístandandi vaskur og klósett.
Bílskúr: Rúmgóður, 28,7m2. Rafmagn, heitt og kalt vatn. Gluggar í enda bílskúrs inní garð. Hurð út í garð. Flot á gólfi.
Þvottahús: Í kjallara. Sameiginlegt með einni íbúð í húsinu.
Garður: Sameiginlegur gróinn og fallegur garður fyrir aftan hús.
Bílastæði: Sérbílastæði fyrir framan bílskúr.

Glæsileg sérhæð á afar vinsælum og fjölskylduvænum stað í Holtunum í Reykjavík. Stutt í alla helstu verslun og þjónustu ásamt útivistarsvæði og
almenningsgarðinum við Klambratún. Leik- og grunnskóla í nokkra metra göngufajarlægð. 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Miklaborg fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Nánari upplýsingar veitir Hreiðar Levý Guðmundsson löggiltur fasteignasali, í síma 661-6021, tölvupóstur hreidar@miklaborg.is

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31