Hellishólar, 861

Fjarlægð/Seld - Eignin var 1665 daga á skrá

Verð 700,0
Stærð 2.941
Tegund Lóð/Jarðir
Verð per fm 238
Skráð 11.6.2015
Fjarlægt 1.1.2020
Byggingarár 1952
mbl.is

Fasteignasala Mosfellsbæjar ehf s. 586 8080 kynnir: Erum með í sölu eina flottustu ferðaþjónstujörð að Hellishólum í Fljótshlíð. Spennandi fjárfestingartækifæri. Á jörðinni eru nýtt 18 herbergja hótel, 15 herbergja gistihús, 24 sumarhús, 18 holu keppnisgolfvöllur, 9 holu æfingavöllur, tjaldsvæði, veiðivatn og hlutdeild í laxveiðá. Teikningar eru til fyrir stækkuna á hótelinu í 60 herbergi. Ferðaþjónustujörðin Hellishólar er talin vera 180 hektarar að stærð. Jörðin er aðeins í 10 mínútna akstri frá Hvolsvelli. Á jörðinni hefur verið byggt upp glæsileg ferðaþjónusta, golfvöllur og afþreying fyrir ferðamenn. Á jörðinni hefur verið rekin gistiþjónusta undanfarin ár. Fyrst bera að nefna nýtt 18 herbergja hótel sem vera tekið í notkun 2014. Þá var íbúðarhúsinu breytt árið 2013 í gistihús með 15 herbergjum. Stór veislusalur með fullbúnu eldhúsi hefur verið innréttaður í hluta útihúsa.  Auk þess eru 24 sumarhús í þrem stærðum, sem hafa verið í útleigu. Húsin eru öll fullfrágengin og í góðu ástandi.  Á jörðinni er stórt tjaldsvæði með vatni og rafmagni og heilsársaðstaða fyrir allt að 200 hjólhýsi. Þá eru seld veiðileyfi í Hellishólavatn sem er á jörðinni. Að auki eru góð útihús sem eru í fínu ástandi. Landið er að mestu vel gróið og útsýni frá jörðinni er einstakt. Jörðin á einnig land að laxveiðiánni Þverá. Hér um einstakt tækifæri að eignast eina flottustu ferðaþjónustujörð landins - sem bíður upp á ýmsa möguleika á frekari uppbyggingu. Allar nánari upplýsingar gefur Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali, hjá Fasteignasölu Mosfellsbæjar í síma 586 8080. Fletta í fasteignalista