Vatnsendahlíð 93, 311

Fjarlægð/Seld - Eignin var 9 daga á skrá

Verð 54,8
Stærð 82
Tegund Sumarhús
Verð per fm 668
Skráð 23.4.2024
Fjarlægt 3.5.2024
Byggingarár 2015
mbl.is

Hrönn Ingólfsdóttir lgfs. og Fasteignaland kynna í einkasölu:  Einstaklega glæsilegt og vel staðsett heilsárshús í Skorradal. Húsið er allt á einni hæð með stórum og góðum sólpalli og heitum potti. Eignin er skráð alls 82 fm og skiptist þannig: Forstofa, baðherbergi, eldhús, stofa og borðstofa. Þrjú góð svefnherbergi. Loftið í húsinu er klætt með veðraðri austurískri furu sem gefur húsinu mikinn sjarma. Einstakt útsýni er yfir Skorradalsvatn. Húsið er í enda á götunni og er því engin umferð framhjá húsinu. Gólfhiti er í öllu húsinu og stór og góð varmadæla, loft í vatn. Nánari upplýsingar veitir Hrönn Ingólfsdóttir í síma 692 3344 eða hronn@fasteignaland.is.

Nánari lýsing eignar:
Forstofa: Flísar á gólfi og gott fatahengi.
Eldhús: Rúmgóð og falleg innrétting, innbyggð uppþvottavél sem fylgir.
Stofa/Borðstofa: Afar bjart og fallegt rými með stórum gluggum á þrjá vegu. Mikil lofhæð.
Svefnherbergin eru þrjú og eru öll afar rúmgóð en aðeins eitt herbergi er með skápum.
Baðherbergi: Flísalagt að hluta. Fín innrétting, rúmgóð sturta, upphengt salerni. Tengi fyrir þvottavél.

Lóðarleiga er 196.000.- á ári. 

Þetta er eign sem vert er að skoða á frábærum stað í Skorradal. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.  
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma
í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.
Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir
og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27