Austurvegur 24-26, 800

Fjarlægð/Seld - Eignin var 310 daga á skrá

Verð 79,9
Stærð 195
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 409
Skráð 25.10.2022
Fjarlægt 1.9.2023
Byggingarár 1966
mbl.is

Austurvegur 24-26 - Íbúðarhús á tveimur hæðum miðsvæðis á Selfossi sem skiptist í tvær íbúðir. 
Fasteignasalan Heimaland kynnir í einkasölu íbúðarhús á tveimur hæðum þar sem neðri hæðin er lítið niðurgrafinn kjallari. Húsið er sem innréttað er sem tvær íbúðir. Efri hæðin er 89,7 fermetrar og sú neðri 81,6 fermetrar en við það bætist sameiginlegt andyri og rúmgott sameiginlegt þvottahús, samtals 195,3 fermetrar. Húsið sem er samtengt verslunar og þjónustuhúsnæði sem liggur við Austurveg á Selfossi. Íbúðirnar sem eru bakatil, snúa til suðurs og eru á friðsælum og gróðursælum stað.

Nánari lýsing: 
Í íbúð á efri hæð eru 3 svefnherbergi, stofa, eldhús, baðherbergi og geymsla. Út gengt er úr stofu á svalir sem snúa til suðurs. Í eldhúsi er eldri innrétting með uppþvottavél, keramik hellurborði og blástursofn. Fataskápur er í stærsta svefnherberginu og góður skápur í miðrými íbúðarinnar. Á baðherbergi eru ljósar flísar á gólfi og veggjum og sturtuklefi. Gólfefni eru ljóst harðparket en stigi og andyri eru teppalögð og flísar á baði. 

Í íbúð á neðri hæð eru 2 svefnherbergi og þriðja herbergið notað sem stofa. Lítið og snyrtilegt eldhús, baðherbergi með sturtu og stór geymsla við inngang sem innréttuð er sem saunaklefi. Á neðri hæðinni er um 14 fermetra þvottahús sem er samnýtt í dag og út úr því er sérútgangur. Á neðri hæð er rými inn af holi þar sem búið er að útbúa saunaaðstöðu og þar er aukasalernisaðstaða og hornbaðkar. Þar sem inngangur er inn um þvottahúsið á neðri hæð er með mjög einföldum hætti hægt að aðskilja eignirnar alveg og nýta sameiginlegt andyri bara fyrir efri hæðina. 
Lóðin er einkalóð í sameign hússins í heild en fyrir utan íbúðirnar er afnotareitur þar sem komið hefur verið upp sólpalli sem snýr til suðurs. Lóðin er snyrtilegt og rúmgóð með stórum og fallegum trjám. 

Hér er um að ræða mjög áhugaverða eign miðsvæðis á Selfossi sem eru í dag tvær útleiguíbúðir sem skila góðum leigutekjum en henta einnig vel sem eitt hús fyrir stóra fjölskyldu. 

Nánari upplýsingar veitir:
Valdimar Svavarsson aðstoðarmaður fasteignasala í síma 821-0808 eða valdimar@heimaland.is og Snorri Sigurðarson, löggiltur fasteigna og skipasali á snorri@heimaland.is 


Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald kaupanda er skv. verðskrá. 

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskildu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Heimaland hvetur því viðskiptavini sína og væntanlega kaupendur af fasteignum að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir tilboðsgerð eða eftir atvikum fyrir kaupsamningsgerð. Ef þurfa þykir ættu væntanlegir kaupendur að leita til þar til bærra sérfræðinga um aðstoð við slíka skoðun. 

www.heimaland.is,  Brúarstræti 2, 2. hæð, 800 Selfoss, Fasteignasalan Heimaland ehf.

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18