Goðaborgir 8, 112

Fjarlægð/Seld - Eignin var 12 daga á skrá

Verð 49,5
Stærð 86
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 574
Skráð 13.8.2021
Fjarlægt 25.8.2021
Byggingarár 1996
mbl.is

Eignin er seld og er í fjármögnunarferli.  Mjög mikil eftirspurn var eftir eigninni og seldist hún þó nokkuð yfir ásettu verði.  Við óskum eftir fleiri eignum á söluskrá á þessu svæði.

Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu virkilega fallega, bjarta, mikið endurnýjaða og vel skipulagða 3ja herbergja 86,2 fermetra endaíbúð með gluggum í þrjár áttir og sérinngangi í góðu litlu fjölbýlishúsi á fallegum og grónum útsýnisstað í Grafarvogi.  Mjög stórt sér bílastæði fylgir íbúðinni og er það staðsett fyrir framan íbúðina og stendur eitt og sér.

Öll gólfefni íbúðarinnar eru nýleg, innihurðir eru nýlakkaðar og með nýjum hurðahúnum, eldhúsinnrétting er nýlökkuð og handklæðaofn er nýr.

60 fermetra ný viðarverönd til suðurs með skjólveggjum.  Frá verönd er útsýni út á sjóinn og að Esju.


Lýsing eignar:
Forstofa, flísalögð og rúmgóð með fataskápum.
Geymsla, innaf forstofu er með hillum.
Hol, parketlagt.
Hjónaherbergi, parketlagt og rúmgott með fataskápum.
Baðherbergi, með glugga, flísalagt gólf og hluti veggja, baðkar með sturtuaðstöðu, innrétting og nýr handklæðaofn. 
Stofa, stór, parketlögð og björt með gluggum í tvær áttir og fallegu útsýni að Esjunni.  Úr stofu er útgengi á um 60 fermetra viðarverönd til suðurs með skjólveggjum.
Eldhús, flísalagt og bjart með góðri borðaðstöðu og fallegu útsýni út á sjóinn, að Akranesi, Esjunni og víðar. Fallegar svartlakkaðar innréttingar með flísum á milli skápa, nýjum Elextrolux tækjum (blástursofn, spanhelluborð og háfur) og tengi fyrir uppþvottavél. Ísskápur í eldhúsi getur fylgt íbúðinni.
Barnaherbergi, parketlagt og rúmgott með fataskápum.

Á hæðinni eru:
Sér geymsla, 2,9 fermetrar að stærð (önnur sérgeymsla innan íbúðar)
Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla.

Húsið að utan lítur vel út og er nýlega málað.

Lóðin er fullfrágengin með hellulögðum stéttum, tyrfðum flötum og stóru malbikuðu bílastæði með fjölda bílastæða.  Á lóðinni er mjög stórt sérmerkt bílastæði sem fylgir íbúðinni.

Staðsetning eignarinnar er mjög góð á grónum og fallegum stað þaðan sem stutt er í leikskóla, skóla, verslanir og þjónustu auk fallegra útivistarsvæða.

Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu fastmark@fastmark.is

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21