Þurárhraun 5, Nýtt endaraðhús, laust strax, 815

Fjarlægð/Seld - Eignin var 78 daga á skrá

Verð 77,9
Stærð 138
Tegund RaðPar
Verð per fm 563
Skráð 14.6.2023
Fjarlægt 1.9.2023
Byggingarár 2022
mbl.is

Fasteignasala Suðurlands kynnir:  Þurárhraun 5, Þorlákshöfn.  Nýtt, stórglæsilegt, 4ra herbergja endaraðhús ásamt bílskúr á frábærum stað í nýju hverfi í Þorlákshöfn í einungis 30 mín frá Reykjavík.  HÚSIÐ ER LAUST TIL AFHENDINGAR !

ENDILEGA SKOÐIÐ ÞESSA FALLEGU EIGN MEÐ "GÖNGUFERÐ" Í GEGNUM HÚSIÐ: https://my.matterport.com/show/?m=guhHbpczbrh


Lóð er fullfrágengin, bílaplan steypt og flísalögð verönd undir skyggni á bak við hús ! Húsið er glæsilega hannað, klætt með fallegri bronsaðri álbáru og gegnheilum bambus. 

**Bóka má skoðun og fá allar nánari upplýsingar í síma 483 3424 og á fastsud@gmail.com **

Húsið telur: 

*  Flísalagt anddyri með stórum skáp með rennihurðum.
*  Glæsilegt eldhús með  L-laga innréttingu, vask og blöndunartækjum, 80 sm spanhelluborði og ofni.  Uppþvottavél fylgir með.
Fallega stofu þaðan sem utangengt er á verönd um stórar rennihurðar.  3,7m lofthæð er í stofu !  Stofa og eldhús eru í opnu rými.
*  3 rúmgóð svefnherbergi.  Skápar eru í öllum herbergjum og einstaklega stórir fataskápar í hjónaherbergi.  *  Úr hjónaherbergi er utangengt á verönd. 
*  2 baðherbergi og er annað þeirra innaf hjónaherbergi:
Á aðalbaðherberginu eru flísar á gólfi, falleg innrétting með speglaskáp, upphengt wc og sturta með glerþili.
Á baðherbergi inn af hjónaherbergi eru flísar á gólfi, falleg innrétting með speglaskáp, upphengt wc og sturta með hurðum sem hægt er að leggja að vegg. 
*  Þvottahús með flísum á gólfi, vaskaskáp með ljósri plastlagðri borðplötu með skolvaski í. Gert ráð fyrir þvottavél og þurrkara undir borðplötu. Á einfaldan hátt er hægt að setja milliloft í þvottahús og útbúa geymslurými.
*  Á gólfum er vatnsþolið Hydrocork korkparket og flísar á votrýmum og við anddyri.  Gólfhiti er í öllum gólfum.  Í öllum loftum er ljós loftapanell.   Gólfhiti er í öllum gólfum.  Í öllum loftum er ljós loftapanell.
*  Innangengt er í bílskúrinn úr þvottahúsi.
*  Bílskúrinn er með epoxy-kvarts á gólfi og hurð með opnara. Hægt er að setja milliloft í hluta bílskúrsins. 

*  Lóðin snýr í suðvestur.
Bílaplan og aðkoma fyrir framan hús er steypt plata með snjóbræðslurörum undir.   Sorptunnuskýli fyrir þrjár tunnur.
*  Á baklóð er  flísalögð verönd, undir skyggni.  Hægt er að ganga út á verönd beint út í garð á tveim stöðum, frá hjónaherbergi og gegnum stóra rennihurð úr stofu. Garðkrani er á vegg. 
*  Ídráttarrör fyrir vatn og rafmagn klár sem og frárennsli fyrir heitan pott.
*  Lóðin er þökulögð og snyrtilega frágengin.
*  Lýsing er í  þakskyggni beggja megin. Rafmagnstenglar eru í þakskyggni beggja megin við hús, fyrir jólaseríurnar.
*  Gert er ráð fyrir hússtjórnunarkerfi í anddyri þar sem mögulegt er að setja upp stýringu fyrir ljós, hita, öryggiskerfi oflr.  
*  Gert er ráð fyrir rafbílahleðslu.

** SJÓN ER SÖGU RÍKARI **

FASTEIGNASALA SUÐURLANDS HEFUR VEITT VANDAÐA OG GÓÐA ÞJÓNUSTU SÍÐAN 2003 !


Fasteignasala Suðurlands, Unubakka 3b, Þorlákshöfn.  
Heimasíða fasteignasölunnar:  https://www.eignin.is/


Í Þorlákshöfn er þjónustustig mjög gott - hagnýtar upplýsingar: 
Verslun og þjónusta: Hér má m.a. finna: 
VERSLUN KRÓNUNNAR
Apótekarann.
Hárgreiðslustofuna Kompuna (facebook: kompan klippistofa)
Rakarstofu Kjartans (facebook: kjartan rakari)
Vínbúðina.

Veitingastaðina: Thai Sakhon Restaurant (facebook: thai sakhon restaurant)
Svarta Sauðinn (facebook: svarti sauðurinn)
Skálann, sem jafnframt er sölustaður Orkunnar. Einnig er hér ÓB-stöð.
Caffe Bristól.

Hér er mjög góð heilsugæsla.
Hér er tannlæknir.

Í Ráðhúsi bæjarins eru, auk skrifstofu sveitarfélagsins:
Mjög gott bókasafn (facebook: Bæjarbókasafn Ölfuss) Landsbankinn

Tómstundir og afþreying:
Íþróttaiðkun í Þorlákshöfn er gríðarlega öflug og þá helst meðal barna og unglinga og er aðstaða til íþróttaiðkunar öll til mikillar fyrirmyndar.
Frá fjögurra ára aldri er í boði að iðka fótbolta (aegirfc.is), fimleika (facebook: fimleikadeild Þórs), körfubolta (facebook: Þór Þorlákshöfn) og frjálsar, ásamt því að iðkaður er badminton. Hér er svo einnig Litli íþróttaskólinn á vegum fimleikadeildarinnar fyrir börn frá eins árs aldri.
Motorcrossá braut rétt utan við bæinn.
Hestamennska (facebook: hestamannafélagið háfeti) með fallegum reiðleiðum allt um kring
Golf (facebook: golfklúbbur Þorlákshafnar) á rómuðum golfvelli sem staðsettur er í jaðri byggðarinnar, rétt við sjávarsíðuna.

Í íþróttamiðstöðinni er mjög góð líkamsræktar-aðstaða þar sem hægt er að komast í einka- þjálfun, spinning, hóptíma, líkamsrækt fyrir eldri borgara o.m.fl. Þar er að finna góða sundaðstöðumeð útilaug, heitum pottum, vaðlaug og skemmtilegri innilaug fyrir fjölskyldufólk. Jógastúdíó (Jógahornið). Öflug sjúkraþjálfun.

Afþreying er hér af ýmsum toga:

hér má meðal annars finna: Fallegt útivistarsvæði við vitann með útsýnispalli og göngustíg meðfram bjarginu í einstakri náttúrufegurð. Heilsustíg má finna í bænum þar sem líkamsræktartæki eru við göngu/hlaupastíga. 
Hér er æðisleg strönd sem mikið er mikið notuð til útivistar og þar má oft sjá menn á brimbrettum, en slíkt er gott að stunda hér. Í sjónum við útsýnispallinn er einn vinsælasta staður til brimbrettaiðkunar á Íslandi. 
Blackbeach tours (www.blackbeachtours.is) er afþreyingar fyrirtæki sem býður upp á fjórhjólaferðir bæði í fjöruna og um hraunið, RIB bátaferðir meðfram bjarginu og adrenalínferðir, snekkjuleigu og sjóstöng og jógaferðir úti í náttúrunni. 
Einnig er hér: Öflugt leikfélag (facebook: leikfélag ölfuss). 
Hinir ýmsu kórar (facebook: Tónar og Trix, Kyrjukórinn, ofl.) Einn stærsti Kiwanisklúbbur landsins (facebook: Kiwanisklúbburinn Ölver) O.sfr. o.s.frv.  
** Allar helstu fréttir úr sveitarfélaginu má finna á: www.hafnarfrettir.is

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33
Mynd 34
Mynd 35
Mynd 36
Mynd 37
Mynd 38
Mynd 39
Mynd 40