Krókamýri 16, 210

Fjarlægð/Seld - Eignin var 22 daga á skrá

Verð Tilboð
Stærð 356
Tegund Einbýli
Verð per fm
Skráð 27.3.2024
Fjarlægt 19.4.2024
Byggingarár 1984
mbl.is

Mjög mikið endurnýjað einbýlíshús á frábærum stað með tveimur aukaíbúðum

Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu virkilega glæsilegt og mjög mikið endurnýjað 355,8 fermetra einbýlishús á þremur hæðum á 666,0 fermetra endurnýjaðri lóð með stórri afgirtri verönd, heitum potti og útisturtu á mjög fallegum og grónum stað miðsvæðis í Garðabæ. 

Ekki verður haldið opið hús í eigninni heldur eingöngu bókaðar einkasýningar.  Bókanir á netfanginu gtj@fasmtark.is eða í síma 570-4500.

Húsið hefur verið mikið endurnýjað á sl 3 árum:
- Öll 4 baðherbergi voru endurnýjuð á vandaðan og smekkklegan máta
- Eldhúsinnréttingar og tæki
- Gólfefni á aðalhæð hússins og lagðar gólfhitalagnir á hæðinni
- Þvottaherbergi stækkað og allt endurnýjað
- Neysluvatnslagnir allar endurnýjaðar
- Raflagnir og tafla endurnýjuð
- Þakkantur, klæðning innan á þakkanti og þakrennur endurnýjaðar
- Gler endurnýjað eins og þurfti
- Lóðin er endurnýjuð að stærstum hluta með stórum afgirtum veröndum, heitum potti, útisturtu og tyrfðri flöt


Lýsing eignar:
Aðalhæð hússins, sem er 105,9 fermetrar að stærð skiptist þannig:


Forstofa, flíslaögð og með fatahengi.
Hol, parketlagt og rúmgott með mjög miklu skápaplássi.
Baðherbergi I, með glugga, flísalagt gólf og veggir, innrétting, handklæðaofn, vegghengt wc og stór flísalögð sturta með sturtugleri.
Þvottaherbergi, stórt og bæði með gluggum og útgengi á lóð, flísalagt gólf, miklar innréttingar með steini á borði, vaski og stæðum fyrir vélar í vinnuhæð.
Barnaherbergi I, innaf forstofu, parketlagt og mjög rúmgott.
Setustofa, parketlögð og björt.
Borðstofa, opin við eldhús, parketlögð og björt.
Skáli, eitt þrep niður í hann niður úr stofum, parketlagður og með útgengi á lóð.
Eldhús, opið við stofu, parketlagt og rúmgott með miklum fallegum nýjum sérsmíðuðum gráum innréttingum með kvartsteini á borðum og innbyggðum vínkæli. Tveir ofnar, innbyggð uppþvottavél og tveir innbyggðir ísskápar með frystum.

Gengið er upp á efri hæð hússins úr holi aðalhæðar um steyptan og nýteppalagðan góðan stiga með handriði úr burstuðu stáli.  Efri hæð hússins er 85,1 fermetri að stærð.

Sjónvarpsstofa, parketlögð og stór með mikilli lofthæð, fallegum viðarbitum í lofti og þakgluggum.
Barnaherbergi II, parketlagt og stórt með gluggum í tvær áttir.
Barnaherbergi III, parketlagt og stórt með gluggum í tvær áttir, fataskápum og útgengi á stórar og skjólsælar svalir til vesturs.
Baðherbergi II, mjög stórt og með gluggum. Flísalagt gólf og veggir, gólfhiti, handklæðaofn, vegghengt wc, mjög fallegt frístandandi baðkar og stór flísalögð sturta með sturtugleri.
Hjónaherbergi, stórt, parketlagt og með gluggum í tvær áttir. Úr hjónaherbergi er útgengi á stórar og skjólsælar svalir til vesturs.

Kjallari hússins, sem er 96,0 fermetrar að stærð og með sérinngangi, en einnig er hægt að hafa innangengt í úr holi aðalhæðar hússins, er innréttaður sem sér íbúð og skiptist hún þannig:

Forstofa, flísalögð og rúmgóð.
Hol / borðstofa, flísalögð og með glugga. 
Eldhús, innaf holi með viðarinnréttingum.
Herbergi I, flísalagt og stórt með glugga til austurs.
Baðherbergi, mjög stórt og með glugga, flísalagt gólf og veggir að hluta, miklar innréttingar, tengi fyrir þvottavél og þurrkara og stór flísalögð sturta með sturtugleri.
Sjónvarpshol, flísalagt. 
Herbergi II, flísalagt og með glugga til vesturs. 

Bílskúr, með gluggum, göngudyrum og rafmótor á bílskúrshurð.  Rennandi heitt og kalt vatn og niðurfall í gólfi.  Hleðslustöð fyrir rafbíla er á framhlið bílskúrs.

Stúdíóíbúð í kjallara undir bílskúr, sem er 34,4 fermetrar að stærð og nýendurnýjuð, skiptist þannig:
Forstofa,
linoleumdúklögð með föstum hillum og fatahengi.
Alrými, parketlagt og með nýrri eldhúsinnréttingu og tækjum. Í alrými eru eldhús, stofa og svefnkrókur.
Baðherbergi með glugga, dúklagt gólf og nýr sturtuklefi.

Húsið að utan lítur vel út og er allt nýlega málað. Auk þess hefur þakkantur verið endurnýjaður ásamt klæðningu innan á þakkanti og þakrennum.  Þakjárn er í góðu ástandi og nýlega málað og skipt hefur verið um hluta af gleri í húsinu.

Lóðin, sem er 666,0 fermetrar að stærð, er fullfrágengin og mikið endurnýjuð nýlega.  Á framlóð eru stór hellulögð innkeyrsla með hitalögnum undir og plássi fyrir allt að 4 bíla, hellulögð stétt og nýtt sorptunnuskýli.
Á lóð til suðurs og auturs, sem er öll afgirt með skjólveggjum eru tyrfð flöt með niðurgröfnu trampólíni, mjög stór og ný viðarverönd með heitum potti og útisturtu og hellulögð verönd. 

Staðsetning eignarinnar er virkilega góð á eftirsóttum, fallegum og grónum stað miðsvæðis í Garðabæ þaðan sem stutt er í Hofstaðaskóla, Fjölbrautarskólann í Garðabæ, Flataskól, Garðaskóla, leikskólann Bæjarból, verslanir, þjónustu og stutt er út á aðalbrautir.

Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu fastmark@fastmark.is

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33
Mynd 34
Mynd 35