Fyrirtæki - leiga á barnavörum, 230

Fjarlægð/Seld - Eignin var 56 daga á skrá

Verð Tilboð
Stærð
Tegund Annað
Verð per fm
Skráð 19.10.2023
Fjarlægt 15.12.2023
Byggingarár
mbl.is

ALLT fasteignasala kynnir í einkasölu einstakt fyrirtæki á barnavörumarkaði.

Tilboð óskast í reksturinn í heild. Vinsælt meðal íslendinga sem ferðast erlendis, íslendinga sem ferðast til íslands og erlendra ferðamanna. 
Fyrirtæki sem er búið að vera í örum vexti frá stofnun og ótal tækifæri til þess að auka umsvif talsvert. 
Eina fyrirtækið sinnar tegundar hér á landi.  

Það sem fylgir er: 

*Innkaupa og þjónustusamningar við stór fyrirtæki og samstörf við áhrifavalda. 
*Tenging við Reglu bókhaldskerfi
*Tenging við Rapyd
*Stór lager af barnavörum, stórum og smáum.
*Húsgögn (hillur, borð, stólar, vinnuborð, ísskápur, þvottavél ofl)
*Skrifstofu- og rekstrarvörur.
*Sérhönnuð nafnspjöld og kort, tilbúið til prentunar.
*Stórt skilti utaná húsnæðið.
*Reksturinn er í leiguhúsnæði rétt hjá Keflavíkurflugvelli. Möguleiki á að halda leiguhúsnæði sé þess óskað. 
*Vefsíða með bókunarmöguleika. 
*Facebook og Instagram reikningar.
*Logo + nafn.
*Eingöngu 5* einkunnir á google. Gott orðspor og margir fastakúnnar. 

*Möguleiki á aðstoð frá núverandi eigendum við að komast inní reksturinn, ráðleggingar og sýnikennsla. 


Nánari upplýsingar veitir/veita:
Elín Frímannsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 8674885, tölvupóstur elin@allt.is.
Haukur Andreasson lögmaður og löggiltur fasteignasali í haukur@allt.is

 
ALLT fasteignasala er staðsett á eftirfarandi stöðum:
Hafnargötu 91, 230 Reykjanesbæ - Víkurbraut 62,  240 Grindavík - Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ
 
Kostnaður kaupanda:
1. Af gjaldskyldum skjölum skal greiða 0,8% af fasteignamati ef kaupandi er einstaklingur og 1,6% af fasteignamati ef kaupandi er lögaðili.
2. Þinglýsingargjald á hvert skjal er kr. 2.700.
3. Lántökugjald fer eftir verðskrá lánastofnunar hverju sinni.
4. Umsýslugjald til ALLT fasteignasölu er kr. 50.000 auk vsk.
5. Sé um nýbyggingu um að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.

Skoðunar- og aðgæsluskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. ALLT fasteignasala vill beina því til væntanlegs kaupanda að kynna sér ástand fasteignar vel við skoðun og fyrir tilboðsgerð. Ef þurfa þykir er ráðlagt að leita til sérfræðifróðra aðila. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit þetta er samið af fasteignasala til samræmis við lög um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Upplýsingar þær sem koma fram í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, frá seljanda og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eignina til samræmis við upplýsingaskyldu sína sbr. lög um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteignar sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, eins og t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
 

Myndir

Mynd 1