Bæjarlind 5, 201

Verð Tilboð
Stærð 175
Tegund Fjölbýli
Verð per fm
Skráð 27.3.2024
Fjarlægt
Byggingarár 2019
mbl.is 1239983

Fasteignasalan TORG kynnir: Eign í sérflokki. Um er að ræða stórglæsilega arkitektahannaða útsýnisíbúð á efstu hæð við Bæjarlind 5 Kópavogi. Eignin er skráð skv fmr 174,9fm og þar af eru tvær geymslur í sameign önnur 8,5 fm og hin 23,4 sem fylgja íbúðinni ásamt tveimur stæðum í lokaðri bílageymslu merkt B07 og B06. Eignin er hönnuð af Rut Káradóttir innanhúsarkitekt og hvergi var til sparað við efnisval og hönnun. Allar innréttingar eru samrýmdar og sérsmíðaðar af Smíðaþjónustunni úr grábæsaðri eik og mjög mikið og gott skápaplass er í eigninni, vönduð heimilistæki frá Miele, öll blöndunartæki frá Gessi, steinn á borðum og marmari er frá Figaró, lýsing hönnuð af Lumex og gólfefni eru vandaðar stórar flísar frá Ebson. Nýmót sá um allar framkvæmdir. Tvennar þaksvalir í suður og vestur, stórglæsilegt útsýni er frá íbúðinni til allra átta. Allar nánari upplýsingar veitir Hafdís Rafnsdóttir löggiltur fasteignasali gsm 820-2222 eða hafdis@fstorg.is
Nánari lýsing: Eignin skiptist eftirfarandi: forstofa, eldhús, stofa, tvö svefnherbergi, tvö baðherbergi, fataherbergi, tvö bílastæði í lokaðri bílageymslu og tvær geymslur.
Forstofa: Komið er inn í forstofu með flísum á gólfi og miklum fataskápum.
Eldhús: Eldhúsið er mjög vel útbúið með innréttingu með miklu skápaplássi og stórri eyju með stein á borði, stækkuðu span helluborði og vaski. Tveir ofnar, innbyggð uppþvottavél og ísskápur frá Liebherr.
Stofa: Stofan er glæsileg með sérsmíðuðum hillum með rennihurðum sem hægt er að renna frá og fyrir sjónvarp. Flísar eru á gólfi og glæsilegt útsýni.
Svefnherbergi: Svefnherbergin eru tvö, bæði rúmgóð með flísum á gólfi og innaf hjónaherbergi er vel útbúið fataherbergi og glæsilegt baðherbergi.
Baðherbergi: Baðherbergin eru tvö, bæði með vönduðum innréttingum og hreinlætistækjum og stórum sturtum. Innaf öðru baðherberginu er þvottaaðstaða sem er innbyggð með rennihurð fyrir.
Bílageymsla: Eigninni fylgir tvö stæði í lokaðri bílageymslu.
Geymslur: Eigninni fylgja tvær geymslur önnur 8,5 fm og hin 23,4  geymslurnar eru innaf bílastæðum í sameign. Einnig er sameiginleg hjóla og vagnageymsla á 1 hæð.
Niðurlag: Fjölbýlishúsið að Bæjarlind 5 er staðsett í nýjulegu hverfi til móts við Smáralind sem kallað er Glaðheimar. Húsið er 12 hæða lyftuhús með 45 íbúðum. Í kjallara hússins er sameiginleg upphituð (frostfrí) bílageymsla með bílastæðum fyrir 37 bifreiðar, Við hönnun á húsinu var haft að leiðarljósi að viðhald utanhúss yrði eins lítið og mögulegt er. Eingöngu er notast við fyrsta flokks efni bæði innan- sem og utandyra og lóðarfrágangur er hannaður af Landslag ehf. Eign í sérflokki. Sjón er sögu ríkari.
Allar nánari upplýsingar veitir Hafdís Rafnsdóttir löggiltur fasteignasali gsm 820-2222 eða hafdis@fstorg.is

 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18
Mynd 19
Mynd 20
Mynd 21
Mynd 22
Mynd 23
Mynd 24
Mynd 25
Mynd 26
Mynd 27
Mynd 28
Mynd 29
Mynd 30
Mynd 31
Mynd 32
Mynd 33
Mynd 34
Mynd 35
Mynd 36
Mynd 37
Mynd 38
Mynd 39
Mynd 40
Mynd 41
Mynd 42
Mynd 43