Framnesvegur 12, 230

Fjarlægð/Seld - Eignin var 29 daga á skrá

Verð 36,9
Stærð 76
Tegund Hæðir
Verð per fm 486
Skráð 2.8.2023
Fjarlægt 1.9.2023
Byggingarár 1949
mbl.is

ALLT fasteignasala kynnir í einkasölu eignina Framnesvegur 12, birt stærð 76.0 fm. 3ja herbergja snyrtileg íbúð á efri hæð í tvíbýli.

Eignin skiptist í forstofu, hol sem tengir alla hluta eignarinnar, baðherbergi, eldhús, barnaherbergi, stofu og hjónaherbergi. Risloft er aðgengilegt gegnum niðurfelldan stiga í forstofu.

Í íbúðinni eru pottofnar og ofnalagnir eru úr eir. Búið er að endurnýja skolplagnir frá húsi út í götu. Einnig er búið að endurnýja þakjárn. Rafmagnstafla hefur verið endurnýjuð. Vel skipulögð eign.

*** Nýlegar innihurðar -2021
*** Nýlegt parket á gólfi - 2021
*** Eldhúsinnrétting lökkuð
*** PVC plast gluggar endurnyjaðir 2013 - 2021
*** Bílhleðslustöð sett upp 2023 fylgir með
*** Nýleg rafmagnstafla
*** Járn á þaki endurnýjað ca 2010
*** Gólf flísar endurnýjaðar í eldhúsi 2023


Anddyri með flísar á gólfi og millihurð, niðurfellanlegur stigi uppá háaloft.
Hol er með nýlegu parketi á gólfi.
Tvö rúmgóð svefnherbergi Nýlegt parket á gólfum.
Stofa er með nýlegu parketi
Baðherbergi er flísalagt á gólfi og veggjum kringum baðkar með sturtu glerþili, góð innrétting við vask, tengi fyrir þvottavél og þurrkara ásamt handklæðaofn.
Eldhús er með flísar á gólfi og innrétting, ofn, helluborð og vifta, borðkrókur við glugga.
Geymsluloft er yfir húsinu og er það uppgengt frá anddyri. Þakgluggi er í rýminu.
Sér bílastæði fylgir íbúðinni. Á lóð hefur verið settur pallur, geymsla og skúr ássamt rólum sem er eign þessarar íbúðar. 

Nánari upplýsingar veitir: Páll Þorbjörnsson Löggiltur fasteignasali, í síma 560-5501, tölvupóstur pall@allt.is.

 
ALLT fasteignasala er staðsett á eftirfarandi stöðum:
Hafnargötu 91, 230 Reykjanesbæ - Víkurbraut 62,  240 Grindavík - Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ
 
Kostnaður kaupanda:
1. Af gjaldskyldum skjölum skal greiða 0,8% af fasteignamati ef kaupandi er einstaklingur og 1,6% af fasteignamati ef kaupandi er lögaðili.
2. Þinglýsingargjald á hvert skjal er kr. 2.700.
3. Lántökugjald fer eftir verðskrá lánastofnunar hverju sinni.
4. Umsýslugjald til ALLT fasteignasölu er kr. 50.000 auk vsk.
5. Sé um nýbyggingu um að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.

Skoðunar- og aðgæsluskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. ALLT fasteignasala vill beina því til væntanlegs kaupanda að kynna sér ástand fasteignar vel við skoðun og fyrir tilboðsgerð. Ef þurfa þykir er ráðlagt að leita til sérfræðifróðra aðila. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit þetta er samið af fasteignasala til samræmis við lög um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Upplýsingar þær sem koma fram í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, frá seljanda og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eignina til samræmis við upplýsingaskyldu sína sbr. lög um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteignar sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, eins og t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
 

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6
Mynd 7
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
Mynd 11
Mynd 12
Mynd 13
Mynd 14
Mynd 15
Mynd 16
Mynd 17
Mynd 18