Dalbrekka 2, 200

Fjarlægð/Seld - Eignin var 37 daga á skrá

Verð 43,9
Stærð 70
Tegund Fjölbýli
Verð per fm 626
Skráð 6.7.2020
Fjarlægt 12.8.2020
Byggingarár 2020
mbl.is

LANDMARK FASTEIGNAMIÐLUN 512.4900 KYNNIR:
NÝ ÍBÚÐ SEM ER LAUS TIL AFHENDINGAR HAUST 2020.
Um er að ræða nýja og glæsilega tveggja herbergja 70.1 fm endaíbúð á 6. hæð ásamt stæði í bílageymslu.
Frábært útsýni úr íbúð, stutt í alla þjónustu og stofnbrautir.
Tækifæri til að eignast nýja íbúð miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu.


Upplýsingar um eign og bókun á skoðunartíma:
Sveinn Eyland lögg.fasteignasali s. 6900.820 eða sveinn@landmark.is


Nánari lýsing:
Tveggja herbergja endaíbúð, á næst efstu hæð, merkt 0601 í Dalbrekku 2 í Kópavogi.
Íbúðinn fylgir sér bílastæði og geymsla í kjallara hússins. 
Birt stærð íbúðar 64,9fm. ásamt 5,2fm. geymslu merkt 0110 eða samtals birt stærð 70,1fm.
Íbúðin afhendist fullbúin en án aðalgólfefna.  

Íbúð skiptist í:
Forstofu/hol, stofu/borðstofu, eldhús, svefnherbergi, baðherbergi, sérgeymsla í kjallara og stæði í lokaðri bílgeymslu.
Rúmgóðar vestur-svalir með íbúð og er fallegt útsýni yfir Nauthólsvík.


Frágangur utanhúss:
Húsið skilast fullbúið að utan. Burðarvirki hússins er steinsteypt með hefðbundnum hætti og útveggir klæddir að utan og einangraðir með steinull.
Veðurkápa hússins saman stendur af mismunandi klæðningum ss. láréttri smábáru, sléttri álklæðningu, múrsteinsklæðningu og viðarklæðningu.
Milli veðurkápu og staðsteyptra útveggja eru 125 mm steinullarplötur. Klæðning í innanverðar svalir er lerki. Mynddyrasími er við alla innganga í stigahús.

Lóð er sameiginleg og verður frágengin. Á lóð verða malbikuð bílastæði fyrir íbúa og gesti þeirra. Gönguleiðir að stigahúsum verða snjóbræddar og hellulagðar. Aðrar gönguleiðir verða hellulagðar, steinsteyptar eða malbikaðar. Opin svæði verða frágengin með grasi og lággróðri í samræmi við fyrirliggjandi lóðarteikningar. 

Frágangur innanhúss:
Eldhúsinnrétting er samkvæmt teikningu og úr harðplastefni með ljúflokunarbúnaði á skúffum. Borðplata er harðplast með steináferð.
Allar úthliðar innréttinga eru með eikaráferð eða sprautulakkaðar í ljósum lit í samráði við kaupanda. Allar innréttingar verða keyptar af viðurkenndum framleiðanda með langa viðskiptasögu.

Með eldhúsinnréttingu fylgir bakaraofn, spanhelluborð og háfur með kolasíu af viðurkenndri gerð AEG eða sambærilegt og ekki af ódýrustu gerð heldur verða valin tæki í milli verðflokki.
Gert er ráð fyrir plássi og tengingum fyrir uppþvottavél. Uppþvottavél fylgir ekki íbúðum. Blöndunartæki í eldhúsi eru svokölluð „einnarhandar“ tæki af vandaðri gerð Grohe eða sambærilegt.

Baðherbergi er með upphengt salerni. Glerskilrúm aðskilur sturtugólf sem er einhalla og aðskilið frá baðgólfi með lítilli brún.
Blöndunartæki fyrir handlaugar eru svo kölluð „einnarhandar“ tæki. Í baðherbergi er sturta. Hitastillir er á blöndunartækjum. Handlaug og „einnarhandar“ blöndunartæki eru í borði.
Gólfniðurföll eru í öllum baðherbergjum. Tengingar eru fyrir þvottavél og þurrkara inn á öllum böðum.

Innihurðar eru hvítar, úr harðplastefni. (frá Parka eða sambærilegum umboðsaðila)
Sameign er fullfrágengin og upphituð. Lýsing í sameign verður fullbúin með tímarofa og/eða hreyfiskynjara.

Gólf í anddyri er flísalagt. Veggir í anddyri eru spartslaðir og málaðir með þremur umferðum í ljósum lit. Loft eru spörtluð og máluð með þremur umferðum í ljósum lit. Anddyristafla og póstkassar eru í anddyri. Fullfrágenginn mynddyrasími er í aðalanddyri og tengdur skjá í íbúð. Hvítlakkaðir ofnar eru í anddyrum.
Í bílageymslu fylgir eitt bílastæði í sameiginlegri bílgeymslu. Bílastæðið er sérmerkt íbúðinni. Bílageymslan er ekki upphituð en frostfrí og eru með fjarstýrðum opnurum.

-Vegna mikillar sölu undanfarið þá vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og ég kem og met eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Sveinn Eyland lögg.fasteignasali gsm: 6900.820 eða sveinn@landmark.is


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. LANDMARK fasteignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 69.900. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Heimasíða LANDMARK fasteignamiðlunar
Fáðu frítt sölumat á eignina þína HÉRNA

Myndir

Mynd 1
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Mynd 5
Mynd 6